Ethernetþjónusta MPLS-TP
Ethernet MPLS-TP þjónusta byggir á svæðaskiptingu sem skiptist upp í staði á landshring og svæði utan landshrings.
Ethernet MPLS-TP
Ethernet MPLS-TP þjónusta og gjaldskrá byggir á svæðaskiptingu, sem skiptist upp í landshring og svæði utan landshrings. Á landshring eru þrír gjaldflokkar upp að 100 km en eftir það eru verð óháð vegalengd. Utan landshrings eru fjórir gjaldflokkar upp að 85 km en eftir það eru verð áháð vegalengd.
MPLS-TP byggir á pakkaskiptri gagnaflutningsþjónustu og eru 1Gb og 10Gb Ethernet tengiskil í boði. Þá er þjónusta eins og forgangsröðun pakka, frátekin og samnýtt bandvídd og VLAN aðgreining í boði.
Ethernetþjónusta MPLS/TP hentar meðal annars sem:
- Burðarnet internets- og sjónvarpsþjónustu
- Burðarnet farsímaþjónustu, 3G, 4G/LTE og 5G
- Burðarnet öryggisfjarskipta
- Samtenging aðgangsnetsþjónustu heimila og fyrirtækja, xDSL og GPON
- Almenn leigulína
Eiginleikar vöru
- Fullkomlega frátekin og tryggð bandvídd (CIR)
- CIR bandvídd er 100% aðskilin frá annarri bandvídd
- Í boði er að samnýta umframbandvídd (EIR) með öðrum viðskiptavinum á sömu burðarleiðum
- Verð á samnýttri bandvídd (EIR) er einungis 10% af verði frátekinnar bandvíddar (CIR)
- Umframbandvídd (EIR) er einungis í boði ef keypt er frátekin bandvídd (CIR), en þó aldrei umfram CIR bandvíddina sem keypt er og að hámarki 1 Gb/s
- Mögulegt er að setja upp aðskildar leiðir sem geta varið hvor aðra
- Kerfið býr yfir mjög öflugri bilanagreiningu og stjórnun á umferð
- Samböndin eru vöktuð af kerfisvöktun Mílu allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring
Hærri gagnaflutningshraði
100 Gb/s á landshring eru í boði sem framhald af verðskrá fyrir Ethernetþjónustu, þrátt fyrir að tæknilega sé ekki um sömu vöru að ræða. Um er að ræða tæknióháð, gagnsæ, samhverf Ethernetsambönd með tryggða bandvídd.
100 Gb/s á landshring „Hærri gagnaflutningshraðar“ eru einungis í boði á milli tækjarýma Mílu á eftirtöldum stöðum: Múlastöð, Breiðholt, Hvolsvöllur, Selfoss, Akureyri, Egilsstaðir.
MPLS-TP svæði og verðskrá
Svæði á landshring
Múli | Breiðholt |
Akranes | Borgarnes |
Búðardalur | Blönduós |
Sauðárkrókur | Dalvík |
Akureyri | Húsavík |
Egilsstaðir | Reyðarfjörður |
Höfn | Kirkjubæjarklaustur |
Grindavík | Vík í Mýrdal |
Keflavík | Hvolsvöllur |
Flugstöð Leifs Eiríkssonar | Hella |
Verne | Selfoss |
Svæði utan landshrings
Suðurland | Reykjanes | Tröllaskagi | Snæfellsnes |
Aratunga | Garður | Varmahlíð | Axlarhólar |
Árnes | Hafnir | Hólar | Grundarfjörður |
Brautarholt | Njarðvík | Hofsós | Gröf |
Eyrarbakki | Sandgerði | Hegranes | Hellisandur |
Flúðir | Vogar | Siglufjörður | Ólafsvík |
Hveragerði | Svartsengi | Ólafsfjörður | Stykkishólmur |
Írafoss (Ljósafoss) | Austurland | Norðurland - Vestra |
Lýsuhóll |
Langholt | Eskifjörður | Hnjúkar | Fróðárheiði |
Laugarás | Neskaupsstaður | Hvammstangi | Vesturland |
Laugarvatn | Fáskrúðsfjörður | Laugarbakki | Hreðavatn |
Miðfell | Stöðvarfjörður | Staður | Hvanneyri |
Minniborg | Breiðdalsvík | Hvítbjarnarhóll | Kljáfoss |
Seyðishólar | Djúpivogur | Ennishöfði | Varmaland |
Sólheimar |
Merkigil | Hólmavík 510 | Reykholt |
Torfastaðaheiði | Hafrafell | Nauteyri | Máskelda |
Úlfljótsvatn | Brúarás | Grenjadalsfell | Hvalfjarðarsveit |
Bláfellsháls | Seyðisfjörður | Skagaströnd | Stóri Lambhagi |
Vestmannaeyjar | Hallormsstaður | Vestfirðir | Ferstikla |
Þorlákshöfn | Norðurland Eystra | Bíldudalur | Klafastaðir |
Geysir | Mývatn | Flateyri | |
Háafjall | Breiðamýri | Hátungur | |
Stokkseyri | Stórutjarnarskóli | Ísafjörður | |
Laugaland | Björg | Patreksfjörður | |
Suðausturland | Lundur | Tálknafjörður | |
Hestgerði | Hrútey | Þingeyri | |
Vopnafjörður | Krossholt | ||
Bakkafjörður | Reykhólar | ||
Þórshöfn | |||
Raufarhöfn | |
Staðir í vinnslu
Staðsetn. | Staður | Áætluð dags. |
---|---|---|