Míla
Heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði
Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði og felst Kjarnastarfsemi Mílu í að byggja upp og reka innviði fjarskipta á landsvísu.
Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskipta-starfsemi og felst sérhæfing Mílu meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum.
Míla leggur mikla áherslu á stöðuga uppbyggingu fjarskiptakerfis síns, auk þess að setja á markað nýjar lausnir til að mæta þörfum markaðarins. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land.
Um okkur
Míla er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land.
Lesa meiraMannauður
Starfsmenn Mílu búa yfir fjölþættri menntun, þekkingu og reynslu, sem nýtist vel í starfi við að tryggja örugg samskipti, öfluga þjónustu og ráðgjöf.
Lesa meiraÖryggis- og gæðamál
Míla er stærsti eigandi fastra fjarskiptainnviða á Íslandi og gegna öryggis- og gæðamál mikilvægu hlutverki í starfsemi fyrirtækisins.