Samfélagsuppgjör

Samfélagsuppgjör Mílu er unnið samkvæmt UFS leiðbeiningum Nasdaq

Fyrsta samfélagsuppgjör Mílu 

Árið 2019 var fyrsta árið þar sem tekin voru formlega saman gögn fyrir samfélagsuppgjör Mílu en fyrirtækið hefur þó verið mjög meðvitað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og lagt sig fram um að koma fram af ábyrgð gagnvart samfélagi og náttúru. Samfélagsuppgjör Mílu fyrir 2020 er því önnur skýrslan sem fyrirtækið gefur út. 

Samfélagsuppgjör Mílu ehf. er gert í samræmi við ESG (UFS) leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndum gáfu út á árinu 2019. Míla er ekki fyrirtæki á markaði og ekki eiga öll viðmið innan leiðbeininganna við um Mílu.
Félagið notar stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast samfélagslegri ábyrgð. 

Skipulagsmörk 

Við gerð losunaruppgjörs Mílu ehf. hefur „Operational Control“ aðferðafræðin orðið fyrir valinu. Samkvæmt henni gerir fyrirtækið grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur yfirráð yfir. Fyrirtækið gerir ekki grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur ekki yfirráð yfir þrátt fyrir að það eigi hagsmuna að gæta af rekstri þeirra. 

Í fyrstu sjálfbærniskýrslu Mílu var lögð áhersla á að halda einfaldleika og taka aðeins fyrir þætti er varða fyrirtækið beint, en ekki þætti er varða þriðja aðila, s.s. birgja, verktaka og aðra samstarfsaðila. Nú á öðru ári var farið í þá vinnu að ná inn losun vegna raforkunotkunar fyrirtækisins fyrir hýsingarstaði víðsvegar um landið. Losun vegna rafmagnsnotkunar fyrir 2019 var aðeins tekin inn fyrir höfuðstöðvar Mílu en hefur nú verið uppfærð út frá bættri gagnasöfnun. Einnig var eldsneyti varaaflstöðva tekið inn nú fyrir árin 2019 og 2020 en það var ekki með í fyrsta uppgjöri Mílu.  

Rekstrarmörk (e. Operational Boundaries)

Innan rekstrarmarka Mílu ehf. er losun í umfangi 1 fyrir varaaflstöðvar og bíla í eigu eða rekstri fyrirtækisins og umfangi 2 fyrir eftirfarandi rekstrareiningar: rafmagn og heitt vatn í höfuðstöðvum fyrirtækisins auk rafmagns fyrir rúmlega 1200 staðsetningar víðsvegar um landið. Þeir þættir, sem taldir eru fram í umfangi 3 í uppgjöri Mílu, eru: úrgangur sem fellur til vegna reksturs.  

Uppgjör Mílu skiptist í þrjá hluta sem eru umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir sem aðgengilegir eru hér fyrir neðan. 

Umhverfisþættir
Félagslegir þættir 
Stjórnarhættir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica