Sjálfbærniuppgjör

Sjálfbærniuppgjör Mílu er unnið samkvæmt UFS leiðbeiningum Nasdaq

Sjálfbærniuppgjör Mílu 

Míla ehf. ber mikla samfélagslega ábyrgð þegar kemur að rekstri fjarskipta í landinu. Kjarnastarfsemi Mílu felst í að byggja upp og reka fjarskipta innviði á landsvísu. Hlutverk fyrirtækisins er að selja lausnir sínar til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi. Míla leggur mikla áherslu á stöðuga uppbyggingu fjarskiptakerfis síns og leggur metnað í að setja á markað nýjar lausnir til að mæta þörfum markaðarins. Fyrirtækið er mjög meðvitað um mikilvægi samfélagslegrar ábyrgðar og leggur sig fram um að koma fram af ábyrgð gagnvart samfélagi og náttúru. 

Sjálfbærniuppgjör Mílu ehf. er gert í samræmi við UFS (ESG) leiðbeiningar sem Nasdaq á Íslandi og Norðurlöndum gáfu út á árinu 2019. Míla er ekki fyrirtæki á markaði og ekki eiga öll viðmið innan leiðbeininganna við um Mílu.
Félagið notar stafræna tækni til að tryggja rekjanleika, gagnsæi og skilvirkni við söfnun gagna og miðlun upplýsinga sem tengjast sjálfbærni.  

Skipulagsmörk 

Við gerð losunaruppgjörs Mílu ehf. hefur „Operational Control“ aðferðafræðin orðið fyrir valinu. Samkvæmt henni gerir fyrirtækið grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur yfirráð yfir. Fyrirtækið gerir ekki grein fyrir losun gróðurhúsalofttegunda frá þeim rekstrareiningum sem það hefur ekki yfirráð yfir þrátt fyrir að það eigi hagsmuna að gæta af rekstri þeirra. 

Rekstrarmörk (e. Operational Boundaries)

Innan rekstrarmarka Mílu ehf. er losun í umfangi 1 fyrir varaaflstöðvar og bíla í eigu eða rekstri fyrirtækisins. Innan umfangs 2 er raforkunotkun og vatnsnotkun í höfuðstöðvum fyrirtækisins og hýsingarstöðum víðsvegar um landið. Innan umfangs 3 er eldsneytis- og orkutengd starfsemi og úrgangur frá rekstri og þá er gerð grein fyrir viðskiptaferðum og samgöngum starfsmanna. 

Sjálfbærniuppgjör Mílu 2021 - 2023 skýrsla