Mannauður

Starfsfólk Mílu býr yfir fjölþættri menntun, þekkingu og reynslu, sem nýtist vel í starfi við að tryggja örugg samskipti, öfluga þjónustu og ráðgjöf.

Starfsfólk vinnur í teymum, deilir upplýsingum og miðla þekkingu.

Lögð er áhersla á fræðslu og endurmenntun og hvatt er til starfsþróunar innan fyrirtækisins. Starfsfólk leggur rækt við heilsuna og áhersla er lögð á að skapa jafnvægi á milli vinnu og einkalífs.

Mannauðsstefna Mílu 

Starfsmannaval og starfskjör

Míla er framúrskarandi þjónustufyrirtæki í uppbyggingu og rekstri fjarskipta innviða á Íslandi með öflugu starfsfólki. Við leggjum áherslu á að starfsfólk sé ráðið á faglegum forsendum. Við viljum skapa jöfn tækifæri til starfsþróunar og launa. Við viljum bjóða samkeppnishæf laun og að starfskjör taki mið af hlutverki, ábyrgð og frammistöðu í starfi.

Vinnuumhverfið

Við viljum að starfsfólki okkar líði vel í vinnunni. Við leggjum áherslu á að starfsfólk geti samræmt vinnu og einkalíf með því að veita möguleika á sveigjanlegum vinnutíma, styðja við heilbrigðan lífsstíl og tryggja að vinnuaðstæður séu í takt við þarfir og verkefni starfsmanna.

Jafnræði

Við leggjum áherslu á að allt starfsfólk okkar njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. Með virku jafnræði er tryggt að allir hafi jafnan rétt til launa og tækifæra. Einstaklingum sé ekki mismunað á grundvellu kynferðis, aldurs, þjóðernis, fötlunar, trúarbragða eða kynhneigðar.

Samskipti og stjórnun

Við viljum að samskipti starfsfólks einkennist af virðingu, séu jákvæð og uppbyggjandi. Með opnum og góðum samskiptum er stuðlað að sterkri liðsheild, skilvirku og skapandi samstarfi í fyrirtækinu. Einelti, fordómar og kynferðisleg áreitni eru ekki liðin innan fyrirtækisins. Við leggjum áherslu á að stjórnendur séu fyrirmyndir og leggi sitt af mörkum til að skapa starfsumhverfi sem leiðir til árangurs í rekstri.

Starfsþróun 

Markmið okkar er að vinnuumhverfið stuðli að faglegum vexti starfsfólks innan fyrirtækisins með markvissri þjálfun, endurgjöf ásamt fjölbreyttum og krefjandi verkefnum. Við viljum að starfsfólk nýti hæfileika sína, þroskist og eflist í starfi sínu og geti þannig tekist á við nýjar áskoranir og aukna ábyrgð. Við leggjum áherslu á að frammistaða og hæfni séu höfð að leiðarljósi við stöðuhækkanir og aðra starfsþróun innan fyrirtækisins.


Starfsumsókn
Yfirlit yfir lausar stöður

Sæki störf