Panta teikningar
Mikilvægt er að framkvæmdaaðilar sem vinna við jarðvegsframkvæmdir kynni sér lagnir í jörð. Auðvelt er að verða sér úti um kort af legu fjarskiptalagna á tilteknu svæði áður en hafist er handa við framkvæmdir. Það kemur í veg fyrir tjón á fjarskiptalögnum sem geta orðið kostnaðarsamar fyrir þann sem slítur.
Míla afhendir rafrænar teikningar á PDF formi og/eða sem Shape (ArcGIS .shp) í Landshnitakerfinu (ISN93).