Ljósnet Mílu

Yfir 90% heimila á Íslandi geta tengst Ljósneti Mílu. Öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu bæjarfélögum landsins tengjast Ljósnetinu.

Víða um land er Ljósnetið einnig í boði til heimila sem eru í innan við 1 km. fjarlægð frá símstöð. Á þeim stöðum vinnur Míla að stækkun Ljósnetsins með uppsetningu götuskápa svo þjónustan verði í boði til enn fleiri heimila.

Hraðinn á Ljósneti Mílu er 50 - 100 Mb/s og hægt er að hafa allt að fimm myndlykla fyrir sjónvarpsþjónustu og nægur hraði fyrir alla notkun heimila. 

Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari tengdur frá símstöð að götuskáp og þaðan er koparlögn notuð síðustu metrana. Þróun á VDSL tækninni er mikil og hröð og miklar hraðaaukningar sjáanlegar á næstu árum fyrir þá sem tengjast Ljósneti Mílu. Uppbygging Ljósnets Mílu til heimila 

Míla gefur út áætlun um uppbyggingu Ljósnetsins. Ítrekað er að um áætlun er að ræða sem getur tekið breytingum.   

  
Ljósnestáætlun götuskápa 2017  Sett inn 19. janúar 2017
  

  
  Ljósnetsáætlun götuskápa Uppfært 03. 10. 2016 


Fjölgun tenginga

Míla fjölgar tengingum til heimila frá símstöð á þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Meðfylgjandi er skjal sem sýnir hvaða heimilisföng verða tengd frá og með 14. febrúar 2017. 


Fjölgun tenginga frá símstöð dags. 14. nóvember 2016


Tengd heimili 

Í meðfylgjandi lista má fylgjast með tengingum heimila um land allt á Ljósleiðara og Ljósneti Mílu. Listinn uppfærist sjálfkrafa, eftir því  sem heimilisföng eru skráð sem tengd.   

Tengd heimili                 Sjálfvirk uppfærslaLjósnet - spurningar og svör:


Hvað er Ljósnet?

Ljósnet er háhraðasamband þar sem ljósleiðari liggur að götuskáp og þaðan fer sambandandið síðasta spölinn um koparlögn


Hvað er koparlögnin löng?

Miðað er við að koparlögnin sé ekki lengri en 400 metrar og að meðaltali um 250 metrar. Það er aðeins lítið brot af heildar leiðinni sem sambandið fer.


Er koparinn ekki gömul tækni?

Einhver mesta þróun í fjarskiptum í dag á sér stað á samböndum yfir koparlagnir. VDSL tæknin sem Míla notar er í mikilli framþróun. VDSL með vigrun (e.Vectoring) hefur bæst ofan á Ljósnet Mílu og veitir þessi tækni heimilum 100 Mb/s hámarkshraða.