Ljósnet Mílu

Yfir 92% heimila á Íslandi geta tengst Ljósneti Mílu. Öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og í stærstu bæjarfélögum landsins tengjast Ljósnetinu.

Yfir 92% heimila á Íslandi geta tengst Ljósneti Mílu. Öll heimili á höfuðborgarsvæðinu og í flestum bæjarfélögum landsins tengjast Ljósnetinu.

Víða um land er Ljósnetið einnig í boði til heimila sem eru í innan við 1 km. fjarlægð frá símstöð. Á þeim stöðum vinnur Míla að stækkun Ljósnetsins með uppsetningu götuskápa svo þjónustan verði í boði fyrir enn fleiri heimili.

Hraðinn á Ljósneti Mílu er 50 - 100 Mb/s og hægt er að hafa allt að fimm myndlykla fyrir sjónvarpsþjónustu og nægur hraði fyrir alla notkun heimila. 

 

Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari tengdur frá símstöð að götuskáp og þaðan er koparlögn notuð síðustu metrana. Þróun á VDSL tækninni er mikil og hröð og miklar hraðaaukningar sjáanlegar á næstu árum fyrir þá sem tengjast Ljósneti Mílu.