Um innanhússlagnir

Míla leggur ljósleiðara víða víða um land. Þegar Ljósnet Mílu er uppfært í 100 Mb/s er sett vigrun á línur. Það er mikilvægt að lagnir séu rétt upp settar í báðum þessum tilvikum og að farið sé eftir reglum um uppsetningu innanhússlagna.  

Innanhússlagnir vegna ljósleiðaraheimtauga

Míla leggur ljósleiðara víða um land og í nýbyggingum eru aðeins ljósleiðaraheimtaugar lagðar í stað koparheimtauga áður. Það er algjört skilyrði að hönnuðir og rafverktakar sem sjá um innanhússlagnir fyrir húseigendur leggi Single Mode ljósleiðara inn í hverja íbúð.

Míla ráðleggur hönnuðum að hafa samband við Mílu til að fá upplýsingar um æskilegar innanhússlagnir í nýjum fjölbýlishúsum á hverjum stað.

Nánari upplýsingar um innanhússlagnir  v. ljósleiðara

Innanhússlagnir vegna VDSL2 og vigrunar

Mikilvægt er að setja upp línudeili (e.Splitter) þegar sett er upp VDSL2 tenging, til að koma í veg fyrir truflandir á tengingum.  Smásíur duga ekki fyrir þessi sambönd til að koma í veg fyrir truflanir.
Þegar vigrun er sett á línu er milliheyrslum eytt og þá geta komið í ljós vandamál sem áður hurfu í truflunum frá milliheyrslunni.  Því er mikilvægt að línudeilir sé á línunni og að hann sé rétt uppsettur. 

Nánari upplýsingar um innanhússlagnir vegna VDSL2 og vigrunar