Um okkur
Míla tengir byggðir landsins við umheiminn og er mikilvægur hlekkur í öryggisfjarskiptum landsins, hvort sem er á láði, lofti eða legi. Míla er lífæð samskipta.
Fyrirtækið Míla hf. var stofnað í apríl 2007. Míla á og rekur víðtækt koparkerfi, ljósleiðara- og örbylgjukerfi sem nær til allra heimila, fyrirtækja og stofnana á landinu. Míla er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land.
Míla leggur ríka áherslu á áreiðanleika og öryggi. Míla er í stöðugri framþróun í þeim tilgangi að viðhalda forystu á fjarskiptamarkaði. Fyrirtækið ætlar sér að leita bestu lausna hverju sinni og veita faglega þjónustu.
Almennar upplýsingar
Míla hf.
Stórhöfði 22-30
110 Reykjavík
Ísland
Kennitala: 460207-1690
VSK númer: 94064
Veffang: mila.is
Netfang: mila@mila.is
Sími: 585-6000
Fax: 585-6050
Fjarskiptakerfi Mílu
Fjarskiptakerfi Mílu tengir saman einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir og er miðpunktur flestra fjarskipta á Íslandi auk þess að tengja landið við umheiminn. Fjarskiptakerfið byggir á tveim megin kerfum sem eru Stofnnet og Aðgangsnet. Auk þess bíður Míla viðskiptavinum sínum hýsingarþjónustu og hefur fyrirtækið yfir að ráða um 600 hýsingarstöðum um allt land.
Stofnnet Mílu
Byggir að mestu á ljósleiðurum en einnig á örbylgjusamböndum. Ljósleiðarakerfi Mílu nær til allra þéttbýliskjarna landsins og liggur hringinn um landið. Uppbyggingu ljósleiðarakerfisins er ávallt þannig háttað að reynt er að tryggja hringtengingu til að auka öryggi fjarskiptakerfisins. Á þeim svæðum sem ekki eru tengd ljósleiðara eru stafræn örbylgjusambönd notuð til að tryggja öryggi fjarskipta.
Aðgangsnet Mílu
Er öflugt og fjölþætt og byggir á koparlínum og ljósleiðurum. Koparkerfið er þar víðtækast þar sem nánast öll heimili, fyrirtæki og stofnanir á landinu tengjast kerfinu. Míla hefur unnið að uppbyggingu Ljósveitu á flestum þéttbýlisstöðum landsins. Ljósveita Mílu veitir heimilum háhraðasamband þar sem ljósleiðari er lagður að götuskáp og þaðan eru fyrirliggjandi lagnir notaðar til heimila hvort sem það er kopar eða ljósleiðari. Míla leggur ljósleiðara í stað kopars í nýjum hverfum sem eru að byggjast upp.
Aðstöðuleiga hjá Mílu
Míla býður viðskiptavinum sínum leigu á aðstöðu fyrir búnað sinn á um 600 hýsingarstöðum um allt land bæði í tækjahúsum og í möstrum. Meirihluti viðkomandi tækjarýma eru í eigu Mílu en önnur er í eigu þriðja aðila. Viðskiptavinir fá aðgang að tækjahúsum eða möstrum fyrir búnað sinn, auk aðgangs að rafmagni og tengingu við fjarskiptanetið.
Viðskiptavinir
Míla veitir viðskiptavinum sínum aðgengi að fjarskiptakerfi sínu og sér þeim fyrir aðstöðu og dreifileiðum fyrir þeirra þjónustu. Míla leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum öfluga og örugga þjónustu og ráðgjöf og sér þeim fyrir öruggum fjarskiptum.
Það eru aðeins fyrirtæki með fjarskiptaleyfi sem hafa möguleika á að nýta sér þjónustu Mílu.
Samstarfsaðilar
Samstarfsaðilar Mílu eru staðsettir í öllum landshlutum og sjá um að þjónusta fjarskiptakerfi Mílu um land allt.
Vestfirðir
Míla Ísafirði
Árnagötu 1, 400 Ísafjörður
Særaf ehf.
Silfurgötu 5, 400 Ísafjörður
Telnet ehf.
Stillholti 18, 300 Akranes.
Vesturland
Telnet ehf.
Stillholti 18, 300 Akranes
Reykjanes
Rafholt Suðurnes
Smiðjuvegur 8, 200 Kópavogur
Suðurland - Árnessýsla
TRS, Tölvu og rafeindaþjónusta Suðurlands
Eyrarvegur 37, 800 Selfoss
Suðurland - Rangárvallasýsla
Smári ehf.
860 Hvolsvöllur
Vestmannaeyjar
Geisli ehf.
Hilmisgötu 4, 900 Vestmannaeyjar
Austurland
Rafey ehf.
Miðási 11, 700 Egilsstaðir
Austurland
Konnekt ehf.
780 Höfn í Hornafirði
Norðurland - Akureyri
Tengill ehf.
Súluvegur 2, 600 Akureyri
Ljósgjafinn ehf.
Glerárgötu 32, 600 Akureyri
Norðurland - Húsavík
Hljóðverk ehf.
Stórhóli 33, 640 Húsavík
Norðurland vestra
Tengill ehf.
Hesteyri 2, 550 Sauðárkrókur
Samskipti
Samfélagsmiðlar
Merki Mílu
PNG fyrir prentun EPS fyrir prentun
Tengiliður við fjölmiðla