10x vettvangur til framtíðar

10x er nýr vettvangur fjarskipta sem mun standa íslenskum heimilum til boða í gegnum sitt fjarskiptafélag á þessu ári og býður upp á allt að 10 gígabita á sekúndu í báðar áttir. Þetta er stórt stökk fyrir íslensk heimili sem fá 10x upplifun.

Flettu upp hvort þitt heimili geti tengst 10x

Get ég tengst?


Til hamingju, þú getur tengst ljósleiðara

Veldu fjarskiptafyrirtæki (eitt eða fleiri)

Veldu það fjarskiptafyrirtæki sem þú kaupir þegar netþjónustu af. Ef þú ert ekki í viðskiptum við neitt þeirra getur þú valið eitt eða fleiri fyrirtæki sem fá þá beiðni um að senda þér tilboð.

Það fyrirtæki sem þú velur sér um að ganga frá pöntun hjá Mílu sem síðan heyrir í þér varðandi hentugan tíma til að ganga frá tengingunni.

Til að fyrirbyggja ruslpóst:
  • 10x Mílu

Hvað er 10x?

10x er vettvangur sem er ætlað að tryggja 10 sinnum betri upplifun – ekki bara með flottum tölum í stöku hraðaprófi - heldur einnig með breiðari getu sem færir öllum tækjum heimilis það sem þau þurfa hverju sinni og þá án þess að það bitni á heimilinu.

10x er umhverfisvæn aðgangstækni og er með allt að 15x minna umhverfisspor er sambærileg tækni. XGS-PON tæknin þarf minna rafmagn, minna af búnaði og minni uppsetningartíma.

 


10x netbúnaður

Míla vottar netbúnað fyrir 2,5 Gbit/s, 5 Gbits/s og 10 Gbit/s tengihraða. Fjarskiptafélög sjá um að leiðbeina heimilisnotendum við að velja netbúnað.

 

Sjá 10x netbúnað


Fyrir hver er 10x

Fyrirsagnalisti

Brautryðjendur framtíðarinnar

Þau sem ætla að skapa aðra nýja vettvanga í framtíðinni þurfa að upplifa það að þau hafi svigrúm til þess að skapa, frekar það sé þrengt að þeim. Nú er mikið að gerjast í gervigreindarfræðum og afskaplega ör þróun þar dag frá degi. Nýjar praktískar leiðir til að nýta sér risamállíkön spretta upp eins og rafskútur í hverfum Höfuðborgar-svæðisins. Breiðar pípur sjá til þess að gögnin flæði á milli svo hægt sé að fæða þau gervigreind.

Ekki láta netsamband vera það sem takmarkar þig.

Framsýnir frumkvöðlar

Framsýnir frumkvöðlar sem eru nú að berjast í bökkum nýsköpunar þurfa stöðugt að vera fylgjast með framþróun í tækni til að geta nýtt sér hana fyrir sinn sprota. Breytingar á markaði eiga sér stað hratt í dag og innkoma gervigreindar hefur til að mynda mikil áhrif á allan rekstur í dag. Aukin nethraði og geta getur verið það sem sproti þarf til að komast á næsta stig eða slá í gegn.

Harkari innan tæknigeirans

Hark-efnahagurinn, eða the gig economy á ensku, nýtur vinsælda þessa stundina og ef eitthvað má marka fyrirtæki eins og Hoobla. Hér er breiður hópur af sérfræðingum sem vinna sjálftstætt og þá oft að heiman. Þessir aðilar þurfa á reiða sig á stöðugt og öflugt samband til að geta skilað af sér. Harkararnir vinna oft á meðan restin af fjölskyldunni eru heima við og því mikilvægt að pípan fyllist ekki.

Metnaðarfullt rafíþróttafólk

Rafíþróttir eru ört stækkandi vettvangur íþrótta og tekur stór þroskastig þessa dagana. Rafíþróttakennsla er komin á næsta stig: ungu rafíþróttafólki er kennt að auka hreyfigetu með yoga, koma vel fram við mótherja sína og að skipuleggja æfingar sínar svipað og þekkist í hefðbundnum íþróttum.


Spurt og svarað

Hér er að finna svör við spurningum varðandi 10x vettvanginn. Ef þú vita meira smelltu hér fyrir neðan.

Vita meira

Hver er mesti mögulegi hraði?

Heildarsamband er 10 gígabitar í báðar áttir, en um 10-12% er frátekið fyrir merkingar sambands eða fyrir haus. Ef þú ert með 10 gígabita netbúnað og tölvu sem þolir það, þá ættir þú að sjá um 8,6-8,9 gígabita á sekúndu.

Get ég notað eigin netbúnað?

Já, þú getur notað eigin netbeini en ljósleiðarabox/breyta kemur frá Mílu og þarf að koma fyrir innanhúss.

Hver er mesti mögulegi hraði?

Heildarsamband er 10 gígabitar í báðar áttir, en um 10-12% er frátekið fyrir merkingar sambands eða fyrir haus. Ef þú ert með 10 gígabita netbúnað og tölvu sem þolir það, þá ættir þú að sjá um 8,6-8,9 gígabita á sekúndu.