Ljósnet Mílu

Skrautmynd - þjónustufulltrúiFyrirtækjatenging á Ljósneti Mílu er öflug og hagkvæm tenging ætluð til reksturs lítilla og meðalstórra fyrirtækja.  Hægt er að velja milli 50 Mb/s og 100 Mb/s í hraða. Upphalshraðinn er 25 Mb/s í báðum tilvikum.  Mögulegt er að tengja allt að 5 sjónvarpsmyndlykla alla í HD. 

Helstu kostir fyrirtækjatenginga umfram heimilistengingar

Fyrirtækjatengingar fá forgang í bilunum umfram heimilistengingar. Í boði eru allt að 5 þjónustutengingar (VLAN). 

Dæmi um þjónustutengingar:


  • VLAN til að tengja saman útibú fyrirtækja
  • VLAN fyrir internet samband til fyrirtækis
  • VLAN fyrir VoIP þjónustu

Útbreiðsla

Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari tengdur frá símstöð að götuskáp og koparlögn notuð síðustu metrana.

Ljósnet Mílu er gríðarlega víðtæk þjónusta.  Flestir þéttbýlisstaðir á landinu eru vel tengdir Ljósneti Mílu og eru heimili og fyrirtæki sem eru með innan við 1 km. langa heimtaug með möguleika á Ljósnetstengingu. Þá hafa verið settir upp götuskápar á fjölmörgum þéttbýlisstöðum til að ná til þeirra sem eru með lengri heimtaug en 1km.