Vinna og þjónusta
Önnur vinna en vettvangsþjónusta
Verð er án virðisaukaskatts.
Verðskráin gildir um aðra vinnu á vegum Mílu en vettvangsþjónustu.
Dagvinnutaxtar gilda á virkum dögum milli kl. 8:00 og 17:00, á öðrum tímum gilda yfirvinnutaxtar. Útkall er aldrei minna en 4 tímar.
Flokkur | Dagvinna | Yfirvinna |
---|---|---|
Tæknimaður B | 10.120 kr. | 14.168 kr. |
Sérfræðingur C | 11.891 kr. | 16.647 kr. |
Sérfræðingur D | 13.915 kr. | 19.481 kr. |
Sérfræðingur E1 | 16.192 kr. | 22.669 kr. |
Sérfræðingur G1 | 21.505 kr. | 30.107 kr. |
Umsýslugjald | 11.891 kr. |
Skýring:
- Flokkur B = Vinna við fjarskiptanet Mílu s.s. tengingar og frágangur á fjarskiptakerfum.
- Flokkur C = Vinna sérfræðinga og eftirlitsmanna við fjarskiptanet, s.s. hönnun og uppsetningu á búnaði.
- Flokkur D = Vinna verk- og tæknifræðinga sem og annarra sérfræðinga.
- Flokkur E = Sérhæfð vinna verk- og tæknifræðinga sem og annarra sérfræðinga.
- Flokkur G = Sérhæfð ráðgjöf og/eða hönnunarvinna sérfræðings í fjarskiptakerfum og/eða aðkoma að uppsetningu og rekstri á flóknum fjarskiptakerfum.
- Álag vegna vinnu í hæð
Hæðarálag | Verð pr. klst |
---|---|
Vinna í yfir 15 metra hæð | 1.619 kr. |
Vinna í yfir 50 metra hæð | 2.429 kr. |
Vinna í 100 metra hæð eða meira | 3.238 kr. |
Akstur
Innheimt er daggjald og kílómetragjald samkvæmt ferðakostnaðarnefnd ríkisins, breytilegt eftir bifreiðategundum.
Vinnureglur
Greitt er fyrir að fá mann á staðinn samkvæmt verðskrá. Ef bilunin reynist vera á búnaði í eigu Mílu tekur fyrirtækið á sig kostnað vegna greiningar og bilunar en þó ekki kostnað sem viðskiptavinur telur sig verða fyrir vegna skertrar þjónustu eða annarra afleiddra óþæginda.
Til viðmiðunar eru notaðar reglur Póst- og fjarskiptastofnunar um innanhússlagnir en þar segir meðal annars í 4. grein:
Húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhússlögnum fyrir fjarskipti frá nettengipunkti. Byggingarfulltrúi samþykkir teikningar af fjarskiptalögnum og hefur eftirlit með því að lagnir séu í samræmi við samþykktar teikningar.
Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhússlagna. Húseigendur bera ábyrgð á því að heildstæði almennra fjarskiptaneta raskist ekki af tengingu þeirra við innanhússlagnir.
Dagpeningar vegna ferðalaga
Innheimtur er kostnaður vegna fæðis og gistingar, fjárhæðir taka breytingum skv. ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins á hverjum tíma.