Ljósleiðari Mílu

Ljósleiðari Mílu er gríðarlega öflug tenging sem uppfyllir allar þarfir heimila um ókomin ár. Frá og með 1. febrúar verður hraðinn 1 GB/s í báðar áttir á höfuðborgarsvæðinu og á öðrum svæðum er hraðinn 100 Mb/s. 

Með Ljósleiðara Mílu er hraðinn meira en nægur fyrir öll snjalltæki heimilisins, leikjatölvur, sjónvörp og öll tæki framtíðarinnar sem munu snjallvæða heimilið. Þannig er hægt að tengja fimm háskerpu myndlykla, hala niður af netinu, spila tölvuleiki og streyma YouTube eða Netflix í mestu gæðum án þess að það hafi nokkur áhrif á upplifun og það allt á sama tíma. 

Innviðir þegar til staðar

Uppbygging Ljósleiðara Mílu er í fullum gangi en Míla á nú þegar mikið magn af ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu.  Þar sem ekki er nú þegar kominn ljósleiðari eru miklar líkur á að Míla eigi rör og strengi sem aðeins á eftir að blása ljósleiðara í og þar með er ljósleiðaravæðingin kláruð á þann máta að sjaldan þarf að grafa upp götur eða garða.  

Ljósleiðari Mílu - upplýsingar

Get ég tengst


Uppbygging Ljósleiðara Mílu til heimila  2016 - 2017                   


Míla gefur út áætlun um uppbyggingu Ljósleiðara Mílu. Ítrekað er að um áætlun er að ræða sem getur breyst án fyrirvara. 

 2017 
Ljósleiðaraáætlun allt árið 2017 Uppfært 17. mars 2017 
Ljósleiðaraáætlun allt árið 2017 Sett inn 7. febrúar 2017
Ljósleiðaraáætlun 1. og 2. ársfjórðungur Uppfært 2. janúar 2017

Ljósleiðaraáætlun 1. og 2. ársfjórðungur

12. desember 2016 

*Ljósleiðaraáætlun 2017

Fyrst tilkynnt 11. júlí 2016


 2016  
Ljósleiðaraáætlun 2016 Uppfært 8. nóvember 2016 
          


*Listinn er ekki tæmandi fyrir áætlun 2017.

  


Spurt og svarað um Ljósleiðara Mílu   


Hvers vegna er Míla að leggja ljósleiðara?
Míla er að uppfæra fjarskiptakerfi sín á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar með því að leggja ljósleiðara alla leið til heimila. Með ljósleiðara er hægt að uppfylla framtíðarkröfur um internethraða. 
Kostar það eitthvað að fá ljósleiðarann tengdan?
Lagning Ljósleiðara Mílu er íbúum á höfuðborgarsvæðinu að kostnaðarlausu á meðan framkvæmdir standa yfir í hverfum og enginn stofnkostnaður fylgir því að fá Ljósleiðara Mílu.

Hver er niður- og upphalshraði á ljósleiðara Mílu?

Niður- og upphalshraðinn á Ljósleiðara Mílu er samhverfur, þ.e. jafn í báðar áttir. Mesti hraðinn er á höfuðborgarsvæðinu, eða 1 Gb/s. Á öðrum svæðum á landinu er hraðinn 100 Mb/s. 

Hvar sé ég hvort ég get tengst?

Á forsíðu mila.is er leitarvél þar sem hægt er að finna hvaða tengimöguleikar eru í boði á hverju heimilisfangi fyrir sig. Þar kemur einnig fram hvaða hámarkshraði er í boði. 

Hvað þarf ég að gera til að fá þjónustu um Ljósleiðara Mílu?

Hafðu samband við þitt fjarskiptafyrirtæki. Þau sjá um að panta tengingu hjá okkur. Við komum svo og göngum frá tengingum við ljósleiðarann.  

Get ég séð hvenær ég er á áætlun?

já þú getur séð það með því að setja heimilisfang þitt inn í leitarvélina á mila.is. Ef þitt heimili er með Ljósnet en ekki komið með möguleikann á Ljósleiðara, þá er smellt á "Ljósleiðari á áætlun?" og þar birtast upplýsingar um hvort og hvenær heimilið er á áætlun. 

Hvaða ljósleiðartækni notar Míla?Míla notar svokallaða GPON tækni (Gigabit Passive Optical Network) sem er sú ljósleiðaratækni sem er mest notuð í heiminum í dag. 

Upplýsingar um framkvæmdir vegna Ljósleiðara Mílu

Míla vinnur hörðum höndum að því að tengja heimili á höfuðborgarsvæðinu við Ljósleiðara Mílu. Bæði starfsmenn Mílu og verktakar koma að þessum framkvæmdum. Við reynum eftir fremsta megni að halda raski og ónæði fyrir íbúa sem allra minnstu og vanda frágang. 


 Í stuttu máli er framkvæmdinni svona háttað í tímaröð:        

  • Fyrsta skrefið er að finna heppilegan stað til þess að koma ljósleiðaranum inn í húsið. Þetta á einkum við um fjölbýlishús og sjá starfsmenn eða verktakar Mílu um þessa framkvæmd í samvinnu við íbúa.
  • Næsta skref er að leggja ljósleiðarann inn í húsið.  Í mörgum tilfellum er hægt að leggja ljósleiðara inn í gegnum fyrirliggjandi rör.  Í sumum tilfellum er ekki hægt að nýta rörin eða þau ekki til staðar og þá þarf að fara í jarðvinnu.  Sú vinna er aðeins unnin með samþykki húseiganda.
  • Þriðja skrefið er að starfsmenn á vegum Mílu eða verktakar ganga frá inntaki inn í viðkomandi heimili með samþykki húseiganda.  Inntak er kassi þar sem gengið er frá ljósleiðaranum svo að hægt sé að tengja hann við fjarskiptalagnir innanhúss.  Á þessum tímapunkti er búið að tengja ljósleiðarann í símstöð.
  • Nú er ljósleiðarinn orðinn tengdur við heimilið en liðið geta nokkir dagar þar til hægt er að panta. Hægt er að fylgjast með því þegar ljósleiðarinn er tilbúinn til notkunar á leitarvélinni á forsíðunni.  Þegar niðurstöður leitar eru þær að ljósleiðari sé mögulegur er haft samband við fjarskiptafyrirtæki til að panta tengingu en þau sjá um að veita þjónustu um ljósleiðarann.
  • Starfsmenn eða verktakar Mílu mæta þá á staðinn, ganga frá tengingum innanhúss og setja upp endabúnað (ljósbreytu).  þá er allt tilbúið fyrir net, síma og sjónvarp.