Ljósleiðari Mílu

1 GÍGLjósleiðari Mílu er gríðarlega öflug tenging sem uppfyllir allar þarfir heimila um ókomin ár. Hraðinn á ljósleiðaranum er 1 Gb/s í báðar áttir á höfuðborgarsvæðinu og á öðrum svæðum er hraðinn 100 Mb/s.

 

 

Með Ljósleiðara Mílu er hraðinn meira en nægur fyrir öll snjalltæki heimilisins, leikjatölvur, sjónvörp og öll tæki framtíðarinnar sem munu snjallvæða heimilið.

Þannig er hægt að tengja fimm háskerpu myndlykla, hala niður af netinu, spila tölvuleiki og streyma YouTube eða Netflix í mestu gæðum án þess að það hafi nokkur áhrif á upplifun og það allt á sama tíma.

 

Öll fjarskiptafyrirtækin geta boðið þjónustu sína um ljósleiðarakerfi Mílu. Hafa þarf samband við sitt fjarskiptafyrirtæki, sem sér um að virkja þjónustuna.

Afhending heimilistenginga á Ljósleiðara Mílu

Breytilegt er milli svæða hvernig afhendingu er háttað, þ.e. hvaða þjónustu Míla veitir á sinn kostnað. Þegar ljósbreyta hefur ekki verið sett upp þá gilda eftirfarandi viðmið: 

 Þjónusta     Höfuðborgarsvæðið og nágr.* Önnur svæði
Lagning ljósleiðara innanhúss milli inntaks og ljósbreytu  Innifalið, bæði efni og vinna Á kostnað viðskiptavinar
Uppsetning ljósbreytu Innifalið, bæði efni og vinnaInnifalið bæði efni og vinna. Innifalin uppsetning miðast við einfalda uppsetningu í sama rými og inntakskassi
Tenging annarra tækja innanhúss, s.s. router, heimasími, TV, access pointInnifalið að tengja 3 tæki, þó að hámarki 1,5 klst. Einfaldur ídráttur innifalinn ef vinnan markast innan 1,5 klst. Umfram 3 tæki eða 1,5 klst. býðst Míla til að klára gegn gjaldi.Allt innan ljósbreytu er á kostnað viðskiptavinar. Míla býðst til að tengja allan búnað innanhúss, en gegn gjaldi. Sjá verðskrá Vettvangsþjónustu Mílu. ATH. einnig er greitt fyrir akstur. 

* Allir þéttbýlisstaðir frá Borgarnesi til Selfoss falla hér undir. ATH, á ekki við um dreifbýli. 

 Innviðir þegar til staðar

Uppbygging Ljósleiðara Mílu er í fullum gangi en Míla á nú þegar mikið magn af ljósleiðara til heimila á höfuðborgarsvæðinu.  Þar sem ekki er nú þegar kominn ljósleiðari eru miklar líkur á að Míla eigi rör og strengi sem aðeins á eftir að blása ljósleiðara í og þar með er ljósleiðaravæðingin kláruð á þann máta að sjaldan þarf að grafa upp götur eða garða.