Skipulag og stjórn

Stjórn Mílu

Stjórn Mílu skipa:

Óskar Jósefsson stjórnarformaður

Sigríður Dís Guðjónsdóttir stjórnarmaður

Sylvía Kristín Ólafsdóttir stjórnarmaður

Stjórnháttayfirlýsing 


Framkvæmdastjórn

Í framkvæmdastjórn sitja auk framkvæmdastjóra stjórnendur frá hverju sviði, fimm aðal sviðum, tveim stoðsviðum og lögfræðingur Mílu.

Framkvæmdastjórn 


Skipurit MíluStefna Mílu 

Samfélagsleg ábyrgð 

Samfélagsleg ábyrgð felst í því að fyrirtæki og stofnanir axli ábyrgð á þeim áhrifum sem þau hafa á fólk og umhverfið. Samfélagsleg ábyrgð snertir alla þætti starfseminnar.

Míla er mikilvægur hluti af innviðum samfélagsins. Míla á og rekur víðtækasta fjarskiptakerfi landsins og ber því ríka ábyrgð á málefnum fjarskipta í samfélaginu í heild. 

Míla er félagi að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Með aðild skuldbindur Míla sig til að axla ábyrgð á áhrifum sínum á fólk og umhverfi og til að haga starfsemi sinni samkvæmt því. Samfélagsleg ábyrgð nær meðal annars til almennra viðskiptahátta, umhverfismála, vinnuverndar og jafnréttismála.

Loftslagsyfirlýsing Festu og Reykjavíkurborgar

Í nóvember 2015 undirritaði Míla, ásamt 103 öðrum fyrirtækjum yfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum.  Með því hefur Míla skuldbundið sig til að setja sér markmið um loftslagsmál og að draga úr myndun og losun úrgangs. 

Í tengslum við yfirlýsinguna hefur Míla sett sér markmið varðandi tvo þætti í starfseminni sem snúa að loftslagsmálum. Annars vegar eru það bílar sem Míla notar við starfsemi sína og hins vegar er það varaafl sem notað er á hýsingarstöðum Mílu til að halda uppi rafmagni, þegar straumur fer af húsum sökum rafmagnsleysis.  þessir þættir hafa í för með sér mesta CO2 losun í starfsemi Mílu og liggur því beinast við að taka á þeim fyrst. 

Flokkun úrgangs er mikilvægur þáttur þegar kemur að málefnum sem varða loftslagsmál. Míla er nú þegar að flokka úrgang, en hefur ekki fylgst með því tölulega. Markmiðið er að koma af stað grænu bókhaldi, hvað varðar losun úrgangs. 

Umhverfisstefna er hluti af samfélagsábyrgð Mílu.

Starfsmenn Mílu starfa í sátt við umhverfi sitt. Miklar framkvæmdir eru á vegum fyrirtækisins um allt land og fylgir þeim stundum nokkuð rask. Við slíkar framkvæmdir  er lögð mikil áhersla á að valda sem minnstu ónæði og ganga vel um landið. 

Þess er vel gætt að fjarskiptamannvirki falli sem best að umhverfinu og að þeim sé komið fyrir í sátt við skipulagsyfirvöld, sveitastjórnir og almenning.

Innan fyrirtækisins eru dagblöð og pappír flutt til endurvinnslu. Pappi, timbur og málmar sem falla til við starfsemina er flokkað og komið til endurvinnslu.