Rafrænir reikningar

Míla tekur eingöngu á móti reikningum á rafrænu formi. Birgjar sem ekki senda rafræna reikninga beint úr sölukerfi sínu í gegnum rafræna skeytamiðlun, geta hér umbreytt reikningi sínum yfir í rafrænan sér að kostnaðarlausu.

Kostirnir við að nota þessa leið eru margir.  Það er ódýrara að senda reikninga rafrænt, móttaka reikninga er hraðari og öruggari og þá eru rafrænir reikningar umhverfisvænni kostur og styðja við sjálfbærni. 

Þegar reikningur er skráður hér í gegnum gáttina á ekki að senda reikninginn samhliða á pappír, né með tölvpósti. Upprunareikninginn skal setja inn í skráningarfomrið sem viðhengi.

Smelltu á hnappinn hér fyrir neðan til að senda reikning til Mílu með rafrænum hætti í gegnum skeytamiðlara.

Senda reikning rafrænt