Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


Hvert á að leita?

Míla sér um lagningu fjarskiptatenginga til heimila, bæði ljósleiðara og Ljósnets. Öll þjónusta um fjarskiptalagnir Mílu er í höndum fjarskiptafyrirtækjanna. 

Fjarskiptafyrirtækið sem veitir þér þjónustu gefur þér upplýsingar um: 

  • Afhendingar
  • Viðgerðir
  • Stöðu pantana
  • Reikninga

Míla sendir enga reikninga til endanotenda. 

Míla svarar fyrir verklag og frágang fjarskiptalagna: 

Ef þú vilt koma ábendingu á framfæri við Mílu varðandi t.d. verklag, frágang eða öryggi fjarskiptalagna, sendu okkur þá ábendingu og við förum í málið.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica