11. maí 2022

IP þjónusta - nýjung í vöruframboði Mílu

IP net Mílu er fullkomið fjarskiptanet, hannað til að veita hraða og örugga þjónustu og uppfylla kröfur um nútíma fjarskipti á hverjum tíma 

IP net Mílu er eitt fullkomnasta þjónustunet landsins, hannað til að veita hraða og örugga þjónustu til allra þéttbýlisstaða á landinu. Auk þess má tengjast IP netinu um fjarskiptanet Mílu frá fjölda minni staða víðsvegar um landið.  Þjónustan er ætluð skráðum fjarskiptafyrirtækum og geta þau keypt IP þjónustu í heildsölu hjá Mílu og nýtt hana til tengingar á eigin þjónustu, svo sem interneti, talsíma (VoIP), sjónvarpi (IPTV) og farsímasendum bæði til heimila og fyrirtækja. 

Míla leggur áherslu á að IP netið uppfylli allar þær kröfur sem nútíma fjarskipti gera á hverjum tíma. IP netið hefur verið í rekstri allt frá árinu 2001. Lengst af var reksturinn á hendi Símans, en í upphafi árs 2021 flutti einingin til Mílu, eftir að Míla hafði tekið yfir rekstur hennar. Starfsfólk IP neta búa yfir mikilli þekkingu, enda hafa þau margra ára reynslu á þessu sviði og mörg unnið við IP netin frá upphafi 2001. 

Með IP netum er hægt að tengja saman starfsstöðvar fyrirtækja eða útibú og fyrirtæki við samstarfsaðila eða þjónustuaðila. Þá er mögulegt að forgangsraða umferð s.s. að forgangsraða samskiptum sem síst mega verða fyrir töfum, VoIP fram yfir internet eða IPTV fram yfir internet og svo framvegis. Þá er Míla með þrjár aðskildar og öflugar tengingar við umheiminn, um Amsterdam, London og New York. 

 

Frekari upplýsingar um IP netið hér