IP-net Mílu

IP-net Mílu er fullkomið fjarskiptanet, hannað til að veita örugga þjónustu og uppfylla kröfur um nútíma fjarskipti á hverjum tíma.

IP net Mílu er eitt fullkomnasta þjónustunet landsins, hannað til að veita hraða og örugga þjónustu til allra þéttbýlisstaða á landinu. Tengjast má IP netinu um fjarskiptanet Mílu frá fjölda minni staða víðsvegar um landið. 


Skráð fjarskiptafyrirtæki geta keypt IP þjónustu í heildsölu hjá Mílu og nýtt hana til tengingar á eigin þjónustu, svo sem interneti, talsíma (VoIP), sjónvarpi (IPTV) og farsímasendum. 

IP netið samanstendur af 57 hnútpunktum dreifðum um allt land ásamt 3 staðsettum erlendis. Búnaður sem notaður er á IP neti er frá Cisco og Nokia. Starfsmenn búa yfir mikilli þekkingu á rekstri IP netsins sem hefur verið í rekstri í áratugi. Míla leggur áherslu á að IP netið uppfylli þær kröfur sem nútíma fjarskipti gera á hverjum tíma. 

Dæmi um IP þjónustu

Mynd: Dæmi um IP þjónustu. 


Fyrirtækjaþjónusta 

  • Vöruframboðið byggist á eftirfarandi þjónustu, L2VPN (brúað), L3VPN (rútað) og Interneti (IP transit). 
  • Með þessu nýja vöruframboði er mögulegt að tengjast IP netinu um ljósleiðara (fiber), EYK og öðrum fyrirtækjatengingum.
  • Með IP einkanetum má tengja saman starfstöðvar fyrirtækja, útibú við höfuðstöðvar, fyrirtæki til samstarfsaðila og fyrirtæki til þjónustuaðila eða samtengingu við hýsingaraðila.
  • Með forgangsröðun umferðar má stýra hvaða umferð skuli fá forgang umfram aðra , t.d. VoIP í hærri forgangi en internet.
  • Verðlagning á fyrirtækjaþjónustu er byggð á fjölda porta, fjölda þjónustutenginga, forgangsflokki umferðar, nýttri bandvídd (95%) og staðsetningu tengingar.
  • Einnig er í boði IP transit þjónusta til fyrirtækja, en Míla er með þrjár aðskildar og öflugar tengingar við umheiminn um Amsterdam, London og New York. Míla býður IP Transit með bandvíddar mælingum samkvæmt 95% aðferðarfræði. Um er að ræða 95% verðskrá þar sem viðskiptavinur skuldbindur sig fyrir ákveðinni lágmarksbandvídd á mánuði. Öll umferð er mæld hvort sem um er að ræða innan- eða utanlands, hærri áttin er gjaldfærð með 95% mælingu.


IPTV og farsímasenda þjónusta

Aðilar sem óska eftir IP þjónustu fyrir farsímasenda eða IPTV sjónvarpsþjónustu vinsamlegast hafi samband við Mílu og óski eftir viðræðum um úrfærslu um slíka þjónustu.

Hafa samband

Áhugasamir hafi samband við Söludeild Mílu, sala@mila.is vegna frekari kynningar á IP neti Mílu.

Einnig, ef óskað er frekari upplýsinga vinsamlegast sendið fyrirspurn á þjónustuvef Mílu, https://thjonustuvefur.mila.is