Ljósnet Mílu
Míla býður ljósnetstengingar til nær allra heimila í þéttbýli á landinu.
Hraðinn sem býðst á Ljósneti Mílu er allt að 50 - 100 Mb/s og hægt er að hafa allt að fimm myndlykla fyrir sjónvarpsþjónustu og nægur hraði fyrir alla notkun heimila.
Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari lagður að götuskáp og þaðan er koparlína notuð síðustu metrana.