Ljósnet Mílu
Fyrirtækjatenging á Ljósneti Mílu er öflug og hagkvæm tenging ætluð til reksturs lítilla og meðalstórra fyrirtækja.
Hægt er að velja á milli 50 Mb/s og 100 Mb/s hraða. Upphalshraðinn er 25 Mb/s í báðum tilvikum.
Mögulegt er að tengja allt að 5 sjónvarpsmyndlykla.
Ljósnet Mílu byggir á svokallaðri VDSL tækni en þá er ljósleiðari tengdur að götuskáp og koparlögn notuð síðustu metrana. Ljósnet er aðeins í boði í þéttbýli.