Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


Ljóslínur (Dark fiber)

Viðskiptavinum býðst að leigja ljóslínur hjá Mílu. Ljóslína er ljósleiðari sem liggur frá símstöð að viðkomandi fyrirtæki. 

Varan hefur verið þekkt undir nafninu svartur ljósleiðari (e. dark fiber). Viðkomandi fjarskiptafyrirtæki sér um allan endabúnað á báðum endum og stýrir því þjónustunni sem sett er á sambandið.

Endabúnaður getur verið mjög dýr í innkaupum og rekstri. Míla býður einnig annan valkost, hagkvæmar virkar ljósleiðaratengingar til fyrirtækja þar sem endabúnaður sem er á báðum endum er innifalinn í verði tengingarinnar.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica