ADSL
ADSL fyrirtækjatenging er hagkvæm nettenging sem ætluð er til reksturs lítilla fyrirtækja eða fyrirtækja sem þurfa ekki mikla bandvídd.
Hægt er að velja hraða á bilinu 2 Mb/s - 14 Mb/s. Upphraðinn getur verið frá 1 Mb/s - 2,5 Mb/s.
Mögulegt er að setja upp allt að 3 VLAN tengingar á fyrirtækjatengingar um ADSL. Ekki er boðið upp á flutning á sjónvarpsþjónustu yfir ADSL fyrirtækjatengingar.
Útbreiðsla
ADSL kerfi Mílu er gríðarlega útbreitt. Allir þéttbýlisstaðir landsins ásamt nærsveitum eru vel tengdir.