Vettvangsþjónusta Mílu
Míla býður viðskiptavinum sínum vettvangsþjónustu, sem felst í þjónustu fyrir innan húskassa, meðal annars í uppsetningu búnaðar og bilanaþjónustu.
Vettvangsþjónustu er nú í boði fyrir viðskiptavini Mílu. Þjónustan felst m.a. í lagningu innanhússlagna, uppsetningu á beini ásamt tengingu á endabúnaði (allt að 3 tæki). Míla hefur ákveðið að taka á sig þennan kostnað á höfuðborgarsvæðinu þegar það þarf að setja upp ljósbreytu hjá endanotanda. Þegar ljósbreyta er til staðar geta fjarskiptafyrirtækin keypt þessa þjónustu af Mílu. Vettvangsþjónustan sinnir einnig bilanaþjónustu.
Breyting á verðskrá Vettfangsþjónustu
Frá og með 1. júní 2021 gildir eftirfarandi breyting á verðskrá vettvangsþjónustu Mílu: Verkþættirnir „einföld afhending“ og „stór afhending“ eru sameinaðir í einn verkþátt sem heitir „uppsetning þjónustu“ og verður nýtt verð 11.200 krónur. Innifalið í þessum pakka er uppsetning á allt frá einu þjónustutæki að þremur (t.d. beinir, myndlykill og heimasími), líkt og var áður innifalið í stórri afhendingu. Á þessi breyting að einfalda yfirferð á reikningum fyrir fjarskiptafyrirtækin.