Hraðbraut
Hraðbraut og 100 Gb Hraðbraut - löng eru sambönd sem henta viðskiptavinum sem þurfa mjög bandvíð sambönd milli staða.
Hraðbraut
Hraðbraut er samband sem hentar viðskiptavinum sem þurfa mjög bandvíð sambönd innan höfuðborgarsvæðisins og á völdum stöðum í nágrenni við höfuðborgarsvæðið.
Verð er óháð vegalengd og er eitt fast verð fyrir hvert samband.
Bandvídd er fullkomlega frátekin, aðskilin og tryggð, sambærilegt sambandi yfir svartan ljósleiðara.
Hver lagnaleið er sérhönnuð í samræmi við þarfir hvers viðskiptavinar með það að markmiði að hámarka rekstraröryggi. Öll sambönd og leiðir eru vaktaðar af kerfisvöktun Mílu allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring.
Ásamt því að vera í boði á höfuðborgarsvæðinu eru Hraðbrautir í boði á tveimur fullkomlega aðskildum leiðum á Suðurnesjum, sem meðal annars tengja gagnaverið Verna-DC við höfuðborgarsvæðið. Báðar leiðir á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesjanna eru með merkjatöf undir 1 ms. Hraðbraut er einnig í boði fyrir gagnaver sem staðsett er á Blönduósi.
Helstu einkenni og kostir Hraðbrautar
- Bundin við höfuðborgarsvæðið og nágrenni
- Mikil bandvídd
- Verð er óháð vegalengd
- Sambærilegt sambandi yfir svartan ljósleiðara
- Háhraða samtenging á milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesjanna með lága merkjatöf
- Mikið öryggi - sambandið er vaktað allan sólarhringinn, alla daga, allt árið
- Lagnaleiðir eru sérvaldar til að einfalda viðhald, auka öryggi og bæta yfirsýn
- Í boði eru 1Gb/s, 10Gb/s og 100Gb/s sambönd með Ethernet tengiskilum (portum)
- Einnig eru í boði aðrar tegundir tengiskila eins og FC, allt eftir óskum viðskiptavina
- Mögulegt er að setja upp aðskildar leiðir sem verja hvora aðra
100 Gb Hraðbraut - löng
100 Gb Hraðbraut - löng er samband sem hentar viðskiptavinum sem þurfa mikla bandvídd á milli gagnaversins BDC Mining á Blönduósi og Reykjavíkur. Afhendingarstaður í Reykjavík er Múlastöð, Suðurlandsbraut 28 og á Blönduósi er afhendingarstaður Etix Everywhere Borealis.
Eitt fast verð er fyrir hvert samband. Bandvídd er fullkomlega frátekin, aðskilin og tryggð, sambærilegt sambandi yfir svartan ljósleiðara.
Með það að markmiði að hámarka rekstraröryggi eru lagnaleiðir sérvaldar og öll sambönd og leiðir eru vaktaðar af kerfisvöktun Mílu, allan sólarhringinn, alla daga, allt árið.
Í fyrsta áfanga verður aðeins ein leið í boði, en á á áætlun er að byggja upp tvær fullkomlega aðskildar leiðir.
Helstu einkenni og kostir 100 Gb Hraðbraut-löng
- Bundin við BDC Mining gagnaverið á Blönduósi og Reykjavík
- Mikil bandvídd
- Verð er óháð vegalengd
- Sambærilegt sambandi yfir svartan ljósleiðara
- Mikið öryggi - sambandið er vaktað allan sólarhringinn, alla daga, allt árið
- Lagnaleiðir eru sérvaldar til að einfalda viðhald, auka öryggi og bæta yfirsýn
- Í boði eru 1Gb/s, 10Gb/s og 100Gb/s sambönd með Ethernet tengiskilum (portum)
- Hægt er að óska eftir öðrum tegundum tengiskila eins og FC, allt eftir óskum viðskiptavina
- Á áætlun er að setja upp aðskildar leiðir sem verja hvora aðra