Aðstaða í möstrum

Um er að ræða aðstöðu í möstrum og staurum á vegum Mílu.

Viðskiptavinum er úthlutað rými í möstrum og staurum, svo framarlega að laust pláss sé til staðar, búnaður eða tíðnisvið. Míla veitir ráðgjöf um uppsetningu loftneta í möstrum.

  • Míla gerir kröfur um að festingar fyrir loftnet séu galvaniseraðar eða ryðfríar
  • Míla veitir ráðgjöf um festingar og getur útvegað þær, sé þess óskað
  • Verð fer eftir stærð búnaðar og hæð í mastri/staur


Verðskrá

Aðstaða í mastri/staur

Verð er án virðisaukaskatts.

Leigueiningum í möstrum Mílu er skipt í fjóra flokka og miðast verðskrá við hæð í mastri eða staur og umfang búnaðar leigutaka.

 Flokkur  Þéttbýli og dreifbýli  Utan byggðar
 1  5.500 kr.  7.200 kr.
 2  11.100 kr. 14.400 kr.
 3 16.600 kr.  21.600 kr.
 4   22.100 kr.  28.800 kr.

Flokkun í mastri miðað við staðsetningu og umfang:

Hæð í mastri/flatamál 0-0,24 fm  0,25-0,74 fm  0,75-2,6 fm yfir 2,6 fm
 20 metrar og hærra 2 3 4 4
 10 - 19,9 metrar 1 2 3 4
 0 - 9,9 metrar 1 1 2 3
 Á húsi 1 1 2 3