Ethernetsambönd
Sambönd sem byggja á hefðbundinni rásaskiptri gagnaflutningsþjónustu. Ethernetsambönd eru í boði á milli hnútpunkta/tækjarýma í stofnneti Mílu (Ethernet milli stöðva) og frá hnútpunkti/tækjarými til inntakskassa hjá endanotanda (EyK).
Ethernet milli stöðva
Sambönd milli hnútpunkta / tækjarýma í stofnneti Mílu og eru verð háð vegalengd. Í boði eru 10/100 Mb (FE), 1Gb og 10 GB Ethernet tengiskil. Bandvídd er alltaf frátekin og aðskilin annarri umferð.
Eiginleikar
- Fullkomlega frátekin og tryggð bandvídd
- Mögulegt að setja upp vara á aðskildri leið á sömu tengiskilum (SNCP)
- Vari fyrir samband kostar 20 - 50% af verði sambands
- Samböndin eru vöktuð af kerfisvöktun Mílu allan sólarhringinn, alla daga, allan ársins hring
Etnernet milli stöðva hentar meðal annars sem:
- Burðarnet internets- og sjónvarpsþjónustu
- Burðarnet farsímaþjónustu, 3G, 4G/LTE og 5G
- Burðarnet öryggisfjarskipta
- Almennar leigulínur
Ethernet yfir Kopar - EyK
Ethernet yfir kopar eru sambönd frá hnútpunkti / tækjarými í stofnneti Mílu að inntakskassa hjá endanotanda og eru óháð vegalengd. Í boði eru 10/100 Mb (FE) tengiskil. Bandvídd er samhverf og aðskilin annarri umferð.
Eiginleikar
- Nýtir koparlagnir í jörðu og því fljótlegt og auðvelt í uppsetningu samanborið við lagningu ljósleiðara
- Oftast hægt að nýta núverandi innanhússlagnir
- Ekki er þörf á nýjum búnaði hjá endanotanda