Vinna og þjónusta
Önnur vinna en vettvangsþjónusta
Verð er án virðisaukaskatts.
Verðskráin gildir um aðra vinnu á vegum Mílu en vettvangsþjónustu.
Dagvinnutaxtar gilda á virkum dögum milli kl. 8:00 og 17:00, á öðrum tímum gilda yfirvinnutaxtar. Útkall er aldrei minna en 4 tímar.
Flokkur | Dagvinna | Yfirvinna |
---|---|---|
Tæknimaður B | 12.100 kr. | 16.940 kr. |
Sérfræðingur C | 13.575 kr. | 19.000 kr. |
Sérfræðingur D | 15.885 kr. | 22.225 kr. |
Sérfræðingur E1 | 18.475 kr. | 25.875 kr. |
Sérfræðingur G1 | 24.540 kr. | 34.360 kr. |
Umsýslugjald | 13.575 kr. | |
Mælitækjagjald | 6.000 kr. |
Skýring:
- Flokkur B = Vinna við fjarskiptanet Mílu s.s. tengingar og frágangur á fjarskiptakerfum.
- Flokkur C = Vinna sérfræðinga og eftirlitsmanna við fjarskiptanet, s.s. hönnun og uppsetningu á búnaði.
- Flokkur D = Vinna verk- og tæknifræðinga sem og annarra sérfræðinga.
- Flokkur E = Sérhæfð vinna verk- og tæknifræðinga sem og annarra sérfræðinga.
- Flokkur G = Sérhæfð ráðgjöf og/eða hönnunarvinna sérfræðings í fjarskiptakerfum og/eða aðkoma að uppsetningu og rekstri á flóknum fjarskiptakerfum.
- Umsýslugjald = Gjald sem er innheimt í þeim tilvikum sem Míla endurrukkar áfallinn kostnað frá þriðja aðila. Kostnaður við að koma verki í framkvæmd, fylgja því eftir til enda, koma því í reikningagerð, kröfugerð og innheimtu.
- Álag vegna vinnu í hæð
Hæðarálag | Verð pr. klst |
---|---|
Vinna í yfir 15 metra hæð | 1.850 kr. |
Vinna í yfir 50 metra hæð | 2.770 kr. |
Vinna í 100 metra hæð eða meira | 3.700 kr. |
Akstur
Innheimt er daggjald og kílómetragjald samkvæmt ferðakostnaðarnefnd ríkisins, breytilegt eftir bifreiðategundum.
Vinnureglur
Greitt er fyrir að fá mann á staðinn samkvæmt verðskrá. Ef bilunin reynist vera á búnaði í eigu Mílu tekur fyrirtækið á sig kostnað vegna greiningar og bilunar en þó ekki kostnað sem viðskiptavinur telur sig verða fyrir vegna skertrar þjónustu eða annarra afleiddra óþæginda.
Til viðmiðunar eru notaðar reglur Fjarskiptastofu um innanhússlagnir en þar segir meðal annars í 4. grein:
Húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhússlögnum fyrir fjarskipti frá nettengipunkti. Byggingarfulltrúi samþykkir teikningar af fjarskiptalögnum og hefur eftirlit með því að lagnir séu í samræmi við samþykktar teikningar.
Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhússlagna. Húseigendur bera ábyrgð á því að heildstæði almennra fjarskiptaneta raskist ekki af tengingu þeirra við innanhússlagnir.
Dagpeningar vegna ferðalaga
Innheimtur er kostnaður vegna fæðis og gistingar, fjárhæðir taka breytingum skv. ákvörðun ferðakostnaðarnefndar ríkisins á hverjum tíma.