Snorri Karlsson

Innviðasvið

  • nærmynd

Starfsreynsla

Snorri hefur mikla reynslu og þekkingu á fjarskiptum og innviðum fjarskipta.  Hann starfaði lengst af hjá Símanum, og hefur hann gegnt ýmsum stjórnendastöðum síðustu 12 árin. Meðal annars var hann forstöðumaður Verkefnastofu Símans, þá leiddi hann þjónustuver Símans og nú síðast stýrði hann Stafrænni þróun hjá Símanum, áður en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Innviðasviðs hjá Mílu. 

Menntun

Snorri er með C.Sc gráðu í byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands og með meistaragráðu í verkfræði frá KTH í Stokkhólmi.