Upplýsingaöryggisstefna Mílu
Upplýsingaöryggisstefna Mílu styður við samfelldan rekstur og þjónustu og lágmarkar þannig rekstraráhættu og hámarkar öryggi verðmæta í eigu og umsjón fyrirtækisins.
Tilgangur
Upplýsingaöryggisstefna Mílu styður við samfelldan rekstur og þjónustu og lágmarkar þannig rekstraráhættu og hámarkar öryggi verðmæta í eigu og umsjón fyrirtækisins.
Markmið
Míla veitir viðskiptavinum sínum örugga og trausta þjónustu með því að:
- Kappkosta að þjónusta Mílu sé ávallt aðgengileg fyrir viðskiptavini
- Hámarka öryggi upplýsinga og búnaðar í eigu og vörslu fyrirtækisins
- Búa starfsfólki og viðskiptavinum öruggt umhverfi og stuðla að aukinni vitund um upplýsingaöryggi
- Tryggja hlítingu við lög og reglur er varða meðhöndlun upplýsinga og samninga sem fyrirtækið hefur gert
Umfang
Upplýsingaöryggisstefnan er bindandi fyrir alla starfsmenn og nær til allra lögaðila sem veita Mílu þjónustu. Stefnan nær einnig til reksturs og aðstöðu ásamt allra kerfa, hug- og vélbúnaðar sem er í eigu Mílu eins og tilgreint er í staðhæfi um vottun.
Framkvæmd og ábyrgð
Framkvæmdastjórn sér til þess að upplýsingaöryggisstefnunni sé framfylgt með því að setja markmið og reglur og tryggja viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja þeim. Stefnan felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur á stjórnun upplýsingaöryggis. Framkvæmdastjórn getur falið stjórnendum eftirfylgni með tilteknum ákvörðunum og verklagsreglum.
Allir starfsmenn og þjónustuaðilar eru skuldbundnir til að vernda gögn og upplýsingakerfi gegn óheimilum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, glötun eða flutningi. Aðilar sem brjóta gegn upplýsingaöryggisstefnu Mílu eiga yfir höfði sér áminningu í starfi, uppsögn eða að beitt verði viðeigandi lagalegum ráðstöfunum allt eftir eðli og umfangi brots.
Endurskoðun
Endurskoða skal upplýsingaöryggisstefnu Mílu á minnst þriggja ára fresti eða ef breytingar verða á skipulagi eða starfsemi fyrirtækisins. Stefnuna skal leggja fyrir og staðfesta í framkvæmdastjórn og undirrita af forstjóra Mílu.
Reykjavík, 28. apríl 2023
Erik Figueras Torras,
forstjóri