Öryggisstefna

Öryggisstefnu Mílu er ætlað að tryggja öryggi og rekstrarsamfellu fjarskiptaneta Mílu.

Tilgangur

Öryggisstefnu Mílu er ætlað að tryggja öryggi og rekstrarsamfellu fjarskiptaneta Mílu í því skyni að uppfylla þjónustumarkmið og styðja þannig við þá þjónustu sem veitt er á kerfum Mílu. Henni er auk þess ætlað að lágmarka áhættu, styðja við ferla og auka aga í umgengni við kerfi ásamt því að vera starfsmönnum hornsteinn í störfum sínum.

Stefna

Míla setur áreiðanleika og rekstraröryggi í fyrirrúm með því að:

  • Efla gæði kerfa til þess að koma í veg fyrir truflandi atvik
  • Tryggja öryggi fjarskiptakerfa og mannvirkja
  • Hámarka uppitíma og bregðast strax við bilanatilkynningum
  • Gæta öryggis gagna og upplýsinga á innri/ytri kerfum fyrirtækisins
  • Búa starfsfólki agað, öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi

Umfang

Öryggisstefnan á við alla starfsemi Mílu og tekur til fjarskiptakerfa sem Míla rekur eða hefur umsjón með.