Yfirlýsing um trúnaðar- og þagnarskyldu

Ég, undirritaður lýsi því hér með yfir að ég er bundinn trúnaðar- og þagnarskyldu um það sem ég kemst að í starfi mínu varðandi viðskiptalegar, tæknilegar og/eða persónulegar upplýsingar um viðskiptavini Mílu og viðskiptavini þeirra sem leynt eiga að fara.

Mér er ljóst að ég er einnig bundinn trúnaðar- og þagnarskyldu varðandi viðskiptalegar eða tæknilegar upplýsingar er varða Mílu, sem ég kann að komast að í starfi mínu og leynt eiga að fara.

Þá er mér ljóst að mér er óheimilt að afla mér upplýsinga um viðskiptavini og notendur sem eru mér ekki nauðsynlegar starfs míns vegna.

Mér er einnig ljóst að trúnaðar- og þagnarskylda þessi helst þótt ég láti af starfi mínu.

Mér er einnig ljós skylda mín til að halda leyndu fyrir óviðkomandi öllu því sem um fjarskiptavirkin fara hvort sem um er að ræða efni skeyta eða samtala eða hvort fjarskipti hafi átt sér stað eða milli hverra.

Að lokum er mér ljós ábyrgð mín samkvæmt IX. kafla fjarskiptalaga er fjallar um vernd persónuupplýsinga og friðhelgi einkalífs.


Til að fyrirbyggja ruslpóst: