16. janúar 2024

Viðhald fjarskiptaöryggis á Reykjanesi

Við hjá Mílu höfum fylgst náið með þeim atburðum sem hafa gengið yfir Reykjanesið síðustu misseri og er hugur okkar hjá íbúum Grindavíkur og viðbragðsaðilum.

Við hjá Mílu höfum fylgst náið með þeim atburðum sem hafa gengið yfir Reykjanesið síðustu misseri og er hugur okkar hjá íbúum Grindavíkur og viðbragðsaðilum.

Við höfum gert ýmsar ráðstafanir með okkar fjarskiptakerfi til að viðhalda fjarskiptaöryggi á svæðinu. Mikilvæg fjarskipti fara um Reykjanesið, svo sem fjarskipti fyrir viðbragðsaðila, fjarskiptaleiðir fyrir gagnaver og almenn fjarskipti fyrir íbúa á svæðinu. Farsímasamband ekki bara mikilvægt fyrir íbúa heldur einnig fyrir eftirlit viðbragðsaðila og vísindamanna, svo þeir geti sinnt sínum störfum þegar hættuástand ríkir. Sem dæmi eru drónaflug viðbragsaðila sem minnkar áhættu í þeirra störfum og jarðskjálftamælar vísindamanna. Það er því mikilvægt að halda uppi öruggum fjarskiptum þessum tímum.

Á síðasta ári unnum við markvisst að því að gera fjarskiptakerfi okkar þannig úr garði að fjarskiptaöryggi væri tryggt á Reykjanesinu. Mikilvæg sambönd voru færð af leiðum sem liggja nálægt óróasvæðinu. Á sjálfu óróasvæðinu var bætt við fjarskiptaleiðum til þess að tryggja fleiri leiðir fyrir fjarskipti í slíkum atburðum. Við settum upp viðbótar fjarskipti í lofti milli Reykjanesvita og Hópsnesvita til að geta annað fjarskiptum yst á Reykjanesi og til Grindavíkur ef strengir í jörðu færu í sundur við eldgos. Þá var nýjum strengleiðum einnig bætt við kerfið.

Við skiptum út rafstöðinni á fjarskiptastaðnum okkar á Þorbirni síðasta haust og var nýja rafstöðin komin í fulla notkun í byrjun nóvember. Nýja rafstöðin getur haldið uppi fjarskiptum í allt að tvær vikur í senn án áfyllingar í því álagi sem er nú á stöðinni, svo starfsmenn okkar þurfa að komast reglulega inn á svæðið til að fylla á stöðina svo fjarskipti falli ekki niður.

Einnig er vararafstöð staðsett í símstöðinni í Grindavík sem heldur uppi virkni farsímakerfa sem eru staðsett þar. Henni var komið fyrir þar í upphafi þeirra atburða sem gengið hafa þar yfir síðustu ár.

Við höldum áfram að fylgjast með framvindu atburða og er okkar fólk alltaf viðbúið til að bregðast hratt við þegar þörf krefur.