11. nóvember 2023

Viðbúnaðarstig Mílu hækkað í hættustig

Míla hækkar viðbúnaðastig sitt í hættustig vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi

Þann 31. október setti Míla í gang viðbragðsáætlun þegar lýst var yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesi, samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins.

Neyðarstjórn Mílu hefur hækkað viðbúnaðarstig sitt í hættustig, þar sem hætta er á að atburðarás á Reykjanesi geti haft áhrif á fjarskiptakerfi Mílu á seinni stigum. Atburðarásin hefur ekki haft nein áhrif á kerfi Mílu og eru þau í lagi og virk.

Hættustig hjá Mílu þýðir að Míla hefur aukið mönnun Stjórnstöðvar, tryggt að hópur tæknimanna og sérfræðinga séu í viðbragðsstöðu ásamt því að Neyðarstjórn Mílu heldur reglulega stöðufundi.