Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


23. mars 2020

Verðbreytingum frestað

fyrirhuguðum verðbreytingum sem tilkynnt var um þann 28. febrúar síðastliðinn og taka áttu gildi 1. maí, hefur verið frestað til 1. september 2020

Í ljósi þeirra fordæmalausu aðstæðna sem uppi eru í þjóðfélaginu hefur Míla ákveðið að fresta gildistöku verðbreytinga á ljósleiðara Mílu sem taka átti gildi 1. maí næstkomandi. Verður þeim breytingum frestað til 1. september 2020.

Að auki áttu  verðbreytingar á töxtum Mílu fyrir vinnu og þjónustu að taka gildi þann 1. apríl næstkomandi, og verður þeim breytingum einnig frestað til 1. september 2020.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica