14. desember 2023

Uppfærsla í 10x gengur vel

Okkur hefur gengið vel að uppfæra símstöðvarnar okkar á höfuðborgarsvæðinu svo þær styðji 10 sinnum hraðara internet.  Hafa yfir 60% notenda á ljósleiðara Mílu kost á að fá tengingu með internethraða allt að 10 gígabita á sekúndu

Það hefur gengið vonum framar að uppfæra búnað og tengingar í símstöðvunum okkar á höfuðborgarsvæðinu svo þær styðji 10x vettvanginn og geti boðið íbúum sem þeim tengjast internethraða allt að 10 gígabita á sekúndu. Nú hafa rúmlega 60% þeirra sem tengjast ljósleiðaranum okkar á höfuðborgarsævðinu kost á 10x meiri hraða frá okkur. 

Þær stöðvar sem hafa verið uppfærðarí 10 Gb/s eru:

  • Reykjavík: Múli, Miðbær, Breiðholt, Norðlingaholt, við Hlemm, Vesturbær, Árbær, Hlíðar og Grafarvogur 
  • Kópavogur: Smári, Salir, Lindir og Vatnsendi
  • Hafnarfjörður: Gamli bærinn, Ásland, Hvaleyri og Vellir