13. apríl 2015

Tilkynning um nýja vöru á Aðgangsleið 1

Míla hefur gert drög að nýjum viðauka við samning um bitastraumsaðgang. Um er að ræða verðskrá fyrir ADSL+ og SHDSL+ fyrirtækjatengingar frá notanda að næsta nettengipunkti (DSLAM).


Míla hefur gert drög að nýjum viðauka við samningi um bitastraumsaðgang. Um er að ræða verðskrá fyrir ADSL+ og SHDSL+ fyrirtækjatengingar frá notanda að næsta nettengipunkti (DSLAM) þar sem flutningur á IP neti er ekki innifalinn í vörunni.

Míla hefur sent Póst- og fjarskiptastofnun tilkynningu um þessa nýju vöru og mun stofnunin setja umfjöllun um hana í samráð á markaði á næstu dögum. Míla hefur í hyggju að bjóða þessa þjónustu frá og með 15. júlí næstkomandi en skilyrði fyrir því er háð fengnu samþykki frá PFS.

Nánar um vöruna

ADSL+ er vara sem hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum fyrir ýmiskonar gagnaflutning. Á hverri ADSL+ tengingu geta verið ein eða fleiri þjónustutengingar (VLAN). Þessi leið býður upp á að hafa einnig talsímaþjónustu ( POTS/ISDN) yfir sömu símalínu.

SHDSL+ er vara sem hentar fyrirtækjum af flestum stærðum sem vilja fá samhverfan gagna-flutningshraða (þ.e. niðurhalshraði er jafn upphalshraða). Þessi leið býður ekki upp á að hafa talsímaþjónustu (POTS) þar sem samskiptastaðallinn notar bæði efra og neðra tíðnisviðið.

Verð fyrir ADSL+ miðast við að neðra tíðnisvið heimtaugar sé einnig í leigu en gjald fyrir efra tíðnisvið heimtaugar er innifalið í leiguverði. Sé neðra tíðnisvið heimtaugar ekki í notkun greiðist sérstaklega fyrir það.

Viðsemjandi ber kostnað við nauðsynlegar lagnir innanhúss, s.s. uppsetningu á línudeili sem Míla gerir kröfu um að settur sé upp á öllum ADSL+ tengingum.

Tengingar geta ýmist verið frá símstöðvum eða götuskápum. Sé um að ræða tengingu frá götuskáp er varaafl ekki til staðar.

Þjónusta fyrir ADSL+ er í boði á sömu staðföngum/heimilisföngum og hefðbundnar ADSL tengingar og lúta sömu takmörkunum og þær (sjá viðauka 4).  Nálgast má upplýsingar um staðföngin á þjónustuvef Mílu og Míla.is eða hjá þjónustuborði Mílu. Varðandi möguleika á SHDSL+ tengingu þá þarf að nálgast þessar upplýsingar á heimasíðu Mílu eða hjá þjónustuborði Mílu.

Stofnverð hverrar tengingar er 3.166 kr og mánaðarverð er eins og hér segir:

 ADSL+
       
 Hraði til notanda
 2 Mb/s
 4 Mb/s
 8 Mb/s
 14 Mb/s
 Hraði frá notanda
 1 Mb/s
1,5 Mb/s
 2,5 Mb/s
 2,5 Mb/s
 Einingarverð kr./mán.
 2.416
 2.868
 3.440
 3.550

 SHDSL+            
 Hraði til
notanda
 2Mb/s
4Mb/s
 5Mb/s
 10Mb/s
 15Mb/s
 20Mb/s
 Hraði frá
notanda
 2Mb/s
4Mb/s
 5Mb/s 10Mb/s
 15Mb/s  20Mb/s
 Einingarverð
kr./mánuði
 3.978  6.134  6.272  9.651  11.690  14.510

verð er án virðisaukaskatts.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica