28. júlí 2017

Þéttbýli í Fjarðabyggð að fullu Ljósnetstengd

Míla hefur lokið við uppsetningu Ljósnets til heimila á Neskaupstað sem ekki voru þegar komin með tengingu við Ljósnetið. Þar með eru allir þéttbýlisstaðir í Fjarðabyggð orðnir að fullu ljósnetstengdir. 

Míla hefur lokið við uppsetningu Ljósnets til þeirra heimila á Neskaupstað sem ekki voru þegar komin með tengingu við Ljósnetið. Með þessari uppfærslu geta öll heimili í bænum nú fengið háhraðatengingu um Ljósnetið en til þess þarf að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og panta þjónustuna. Öll fjarskiptafyrirtæki á markaði geta boðið þjónustu til notenda um kerfi Mílu. Þar með eru allir þéttbýlisstaðir í Fjarðabyggð orðnir að fullu Ljósnetstengdir.

Ljósnet er tenging sem byggir á svokallaðri VDSL-tækni. Ljósleiðari er tengdur alla leið í götuskáp/símstöð í nágrenni við heimilin og þar er settur upp búnaður sem tryggir hraða um koparendann, sem notaður er síðasta spölinn inn til notanda. Hraðinn sem fæst með Ljósneti á Neskaupsstað nægir auðveldlega fyrir 2-3 háskerpu sjónvörp, til að vafra á netinu, spila tölvuleiki yfir netið, hlusta á tónlist og horfa á sjónvarpsveitur, allt á sama tíma, án truflana.

Ljósnet er einfaldasta og fljótlegasta leiðin til að koma háhraðanetstengingum til sem flestra og er það orðið aðgengilegt yfir 90% heimila á Íslandi. Með lagningu Ljósnetsins er að auki kominn ljósleiðari í nágrenni við öll heimili og auðveldar það framkvæmd á næsta skrefi í þróuninni sem verður að bjóða notendum ljósleiðara alla leið.