1. september 2021

Óvissustig vegna Skaftárhlaups

Neyðarstjórn Mílu hefur lýst yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups, sem þýðir að Míla fer á hærra viðbúnaðarstig og fylgist grannt með þróun. 

Neyðarstjórn Mílu hefur ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna Skaftárhlaups. Óvissustig þýðir að Míla fer á hærra viðbúnaðarstig og fylgist með hvernig atburðurinn þróast. Hlaup í Skaftá getur ógnað ljósleiðarahring Mílu þar sem hann liggur á vatnasvæði Skaftár á Suðurlandi. Búið er að gera samstarfsaðilum á Suðurlandi viðvart og aðstæður á svæðinu verða skoðaðar.

*Meðfylgjandi mynd tengist ekki núverandi hlaupi.