17. nóvember 2020

Míla hefur hlotið jafnlaunavottun

Míla ehf. hefur hlotið Jafnlaunavottun frá vottunarstofnuninni BSI. Megin tilgangur jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnustöðum.

Síðustu mánuði hefur staðið yfir vinna við innleiðingu á jafnlaunakerfi Mílu og er vottunin staðfesting á því að jafnlaunakerfið sem Míla hefur innleitt samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins ÍST: 85:2012.

Þá er þessi vottun liður í því að fyrirtækið vinni í takt við jafnréttisstefnu Mílu sem Jafnréttisstofa samþykkti síðastliðið vor, þar sem tekið er skýrt fram að Míla vilji leggja metnað í að greiða sömu laun fyrir jafnverðmæt störf og tryggja að launamunur feli á engan hátt í sér kynbundna skekkju.

Með jafnlaunavottuninni hefur Míla öðlast heimild til að nota jafnlaunamerkið til næstu þriggja ára. Merkið staðfestir að hjá fyrirtækinu sé launakerfi sem tryggi að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.