14. mars 2024

Míla er bakhjarl Vertonet

Míla hefur gerst bakhjarl Vertonet, samtaka kvenna og kvára í upplýsingatækni, fyrir árið 2024, sem er hluti af vegferð fyrirtækisins til að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks. 

Míla er bakhjarl Vertonet, samtaka kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, fyrir árið 2024. Markmið Vertonet er að skapa vettvang til að tengjast, fræðast, styðja hvert annað og ekki síst að auka fjölbreytileika í tæknigreinum.

Við hjá Mílu leggjum áherslu á að auka fjölbreytileika innan okkar hóps höfum sett okkur markmið um að jafna hlutfall kynja hjá fyrirtækinu. Við teljum að Vertonet sé góður vettvangur fyrir okkur á þeirri vegferð og eru stolt af því að styðja við það góða starf sem Vertonet stendur fyrir.