15. febrúar 2024

Míla á UTmessunni

UTmessan var haldin helgina 2. og 3. febrúar í Hörpunni. Við vorum með kynningarbás á svæðinu þar sem yfirskriftin var “Míla er á hraðaferð” .

Við vorum með kynningarbás á svæðinu þar sem yfirskriftin var “Míla er á hraðaferð” . Það þýðir ekki að við séum á hraðferð eða að flýta okkur, heldur erum við að vanda okkur í þeirri vegferð að byggja upp hröð og örugg fjarskipti á Íslandi. Hluti af því er að byggja upp fjarskiptakerfi án flöskuhálsa á hagkvæman og umhverfisvænan máta.

Ingvar Bjarnason framkvæmdastjóri Þróunar hjá Mílu var með fyrirlestur á föstudeginum sem bar heitið “Það þurfa engin X segamegabita hraða!” en þar fjallaði hann um þróun í nethraða og þá vegferð sem við erum á til framtíðar. Þá fengum við Eric Festraets frá Nokia sérstaklega til landsins til að taka þátt í messunni og var hann með fyrirlestur sem fjallaði meðal annars um þörf notenda fyrir sí aukinn hraða og um PON tæknina og þá hröðu þróun sem er á þeirri tækni. Báðir fengu frábærar viðtökur og sköpuðust góðar umræður.

Það var mikið líf og fjör á básnum hjá okkur báða dagana. Við vorum með tvær Steam deck leikjatölvur þar sem gestir á messunni gátu reynt sig í tímatöku í kappakstursleiknum Asphalt 9 og voru verðlaun fyrir besta hraðann eftir helgina. Það var mikil traffík í að spila leikinn og reyna sig við besta tímann. 

Við settum einnig upp tvær Apple tölvur, eina af nýjustu tækni sem var tengd við 10 Gb/s samband og aðra gamla frá því fyrir síðustu aldamót sem var tengd á ADSL tengingu. Gamli makkinn vakti mikla athygli enda afskaplega fallegt og vel með farið eintak. 

Image-8-  Image-11-  Image-3-

422851686_1086252645836643_1479366404745988068_n  Image-5-  422484466_1588568161971207_4634453280654037210_n