21. febrúar 2022

Míla á óvissustigi vegna veðurs

Míla lýsir yfir óvissustigi vegna veðurs sem spáð er að gangi yfir landið í kvöld, 21. febrúar og á morgun 22. febrúar.  

Neyðarstjórn Mílu fundaði í dag vegna óveðurs sem spáð er að gangi yfir landið í kvöld og á morgun.  Viðbragðsáætlun hefur verið sett í gang samkvæmt skilgreindri neyðaráætlun fyrirtækisins og er mat neyðarstjórnar að viðbúnaður Mílu sé á óvissustigi.

Starfsmenn Mílu og samstarfsaðilar um land allt verða í viðbragðsstöðu til að fara í aðgerðir eftir því sem þörf er á, strax og veðri slotar.