Óvissustig hjá Mílu

Míla er á óvissustigi vegna Landriss á Reykjanesi og vegna Covid-19 veirunnar. 

 


8. mars 2019

Ljósleiðari við Aðalstræti á Patreksfirði

Heimili og fyrirtæki við Aðalstræti á Patreksfirði geta nú tengst ljósleiðara Mílu. 

Við samstarfsverkefni um endurnýjun Aðalstrætis á Patreksfirði var ljósleiðari Mílu lagður í götuna og hafa nú fjöldi heimila og fyrirtækja við götuna möguleika á að tengjast  ljósleiðara Mílu. 

Það sem þarf að gera til að tengjast ljósleiðaranum er að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki til að panta þjónustu. Öll fyrirtæki sem veita fjarskiptaþjónustu geta veitt fjarskiptaþjónustu um kerfi Mílu.  

Kannaðu hvort þitt heimili sé komið með ljósleiðara með því að slá inn heimilisfanginu í leitarvélinni á forsíðu okkar hér á mila.is. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica