Ljósleiðari Mílu á höfuðborgarsvæðinu

15.3.2017

Míla uppfærir fjarskiptakerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu til framtíðar. 

Míla er þessa dagana að uppfæra fjarskiptakerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu og standa framkvæmdir við lagningu ljósleiðara yfir víða. Framkvæmdum fylgir yfirleitt einhver jarðvinna en Míla leggur sig fram við að halda raski í lágmarki, vanda frágang og lágmarka óþægindi fyrir íbúa eins og kostur er. Framkvæmdir fara ekki fram á einkalóðum nema með fengnu leyfi íbúa. 

Lagning ljósleiðarans er íbúum að kostnaðarlausu á meðan framkvæmdir standa yfir í hverfum. Hvorki stofnkostnaður né skuldbinding um kaup á þjónustu fylgir því að fá Ljósleiðara Mílu inn í hús.

Öll fjarskiptafyrirtæki á Íslandi geta boðið þjónustu um Ljósleiðara Mílu. Til að byrja að nota ljósleiðarann þarf að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki og panta þjónustuna.

Á mila.is er öflug leitarvél þar sem hægt er að að slá inn heimilisfang til að athuga hvort ljósleiðari eða ljósnet er í boði fyrir viðkomandi heimili. Ef Ljósleiðari Mílu er ekki enn orðinn að veruleika þá er gefið upp hvort heimilið sé komið á framkvæmdaáætlun eða ekki.


Framkvæmdir eru m.a. að hefjast í eftirfarandi hverfum: 

  • Áslandshverfið, 221 Hafnarfjörður 
  • Setberg, 221 Hafnarfjörður