22. ágúst 2017

Ljósleiðari í Rangárþingi Eystra

Nú hefur verið opnað fyrir notkun á ljósleiðara fyrir 34 heimilisföng í dreifbýli Rangárþings Eystra. Íbúum er bent á að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki itl að panta þjónustu um tenginguna. 

Nú hefur verið opnað fyrir notkun á ljósleiðara fyrir 34 heimilisföng í dreifbýli Rangárþings Eystra. Er þetta fyrsti hluti þeirra um það bil 100 staðfanga sem verða tengd nýju ljósleiðarakerfi sem Sveitafélagið Rangárþingi Eystra hefur verið að leggja í dreifbýli sveitafélagsins, nánar tiltekið undir Eyjafjöllum.

Með tilkomu ljósleiðarakerfisins býðst viðkomandi heimilum nú 100 Mb/s háhraðatenging sem nægir auðveldlega fyrir allt að 5 háskerpu sjónvörp, til að vafra á netinu, hlusta á tónlist, horfa á sjónvarpsveitur, spila tölvuleiki á netinu, allt á sama tíma.

Íbúar sem vilja nýta sér þessa nýju öflugu fjarskiptatengingu er bent á að hafa samband við sitt fjarskiptafyrirtæki til að panta þjónustu um tenginguna.