Neyðarstig vegna Covid-19 veirunnar

Míla lýsir yfir neyðarstigi vegna Covid-19 veirunnar, í samræmi við neyðarstig Almannavarna. 

Landris á Reykjanesi

Míla er í viðbragðsstöðu vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Míla fylgist með gangi mála og vinnur að fyrirbyggjandi aðgerðum til þess að minnka áhrif ef hraungos hefst á þessu svæði.


27. júní 2019

Ljósleiðari á Selfossi

Þessa dagana vinna Míla og Gagnaveita Reykjavíkur í sameiningu að lagningu ljósleiðara til heimila á Selfossi. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni fyrirtækjanna um samnýtingu jarðvegs framkvæmda

Þessa dagana vinna Míla og Gagnaveita Reykjavíkur í sameiningu að lagningu ljósleiðara til heimila á Selfossi. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni fyrirtækjanna um samnýtingu jarðvegsframkvæmda, þar sem hvort fyrirtæki sér um framkvæmdir á ákveðnum svæðum og leggur tvö sjálfstæð ljósleiðarakerfi fyrir bæði fyrirtækin.

Jarðvegsframkvæmdir eru stór kostnaðarliður við lagningu ljósleiðara og valda hvað mestu ónæði fyrir íbúa. Með samstarfi fyrirtækjanna næst hagræðing, bæði fyrir fyrirtækin sem sameinast um jarðvegsframkvæmdir og fyrir íbúa sem verða fyrir mun minna ónæði af framkvæmdum en hafa samt val um ljósleiðara beggja fyrirtækja.

Framkvæmdasvæðin eru eins og sést á meðfylgjandi mynd. Blái liturinn sýnir svæðin sem nú er verið að vinna við að tengja í samstarfsverkefni Mílu og Gagnaveitu Reykjavíkur. Þá eru svæðin sem merkt eru með grænum lit þegar komin með tengingu við ljósleiðara Mílu.


Míla á mikið af innviðum víða og þar á meðal á Selfossi. þar sem þegar eru til staðar röralagnir þarf aðeins að draga ljósleiðarastreng í rörin og tengja. Á þeim svæðum er ekki þörf á framkvæmdum á lóðum húseigenda.

Á því svæði sem Míla sér um framkvæmdir er jarðframkvæmdum lokið í Grenigrund, Furugrund og Birkigrund. Næst hefjast framkvæmdir í Tjarnahverfi, og byrjum við í Ástjörn og Baugstjörn. Samkvæmt áætlun Mílu eiga tengingar að vera tilbúnar á þriðja og fjórða ársfjórðungi þessa árs. 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica