30. ágúst 2023

Haustfundur Mílu 2023 - takk fyrir okkur

Það var frábær mæting á haustfund Mílu sem var haldinn í síðustu viku.  Við fengum þann heiður að kynna Mílu og vegferð fyrirtækisins til framtíðar með 10x vettvanginum fyrir fullum sal af áhugasömu fjarskiptafólki.

Haustfundur Mílu var haldinn þriðjudaginn 22. ágúst á Grand hótel og tókst virkilega vel til. Vel var mætt á fundinn og fengum við fullan sal af áhugasömu fjarskiptafólki. Aðal ástæða þess að Míla flautaði til haustfundar var sú að kynna fyrir viðskiptavinum sínum og öðrum hagsmunaaðilum þann merka áfanga að Míla er fyrst íslenskra fjarskiptainnviðafyrirtækja til að bjóða tífaldan hraða á ljósleiðara til heimila í gegnum 10x vettvanginn.

Við erum í skýjunum með fundinn og hversu margir komu og hlýddu á hvað við höfðum að segja. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna, áhugann og viðtökurnar. 

Ræðumenn á fundinum voru Erik Figueras Torras forstjóri Mílu, Jóhanna Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sölu og þjónustu Mílu og Ingvar Bjarnason viðskiptaþróunarstjóri hjá Mílu. 

Erik-klippt Johanna_klippt2  Ingvar_klippt