Græn orka á farsímastað á Norðausturlandi
Vind- og sólarorka notuð til að minnka notkun jarðefnaeldsneytis þar sem ekki fæst rafmagn frá raforkukerfinu.
Á Norðausturlandi erum við með farsímastað Þar sem ekkert rafmagn til staðar og því ekki hægt að fá raforku fyrir fjarskiptabúnað sem þar er frá raforkukerfinu. Til þess að framleiða rafmagn fyrir staðinn er þar dísel rafstöð til að sjá staðnum fyrir rafmagni og halda uppi fjarskiptum frá staðnum.
Við höfum leitað leiða til að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti á farsímastaðnum og til þess að koma í veg fyrir að staðurinn sé rekinn eingöngu á jarðefnaeldsneyti var sett þar upp vindmylla til þess að framleiða græna orku. NetBerg aðstoðuðu okkur við að koma upp kerfi til að stýra orkunni og forgangsraða grænni orku eins og hægt er fram yfir jarðefnaeldsneyti. Við ætlum svo að bæta við sólarsellum í vor í samstarfi við NetBerg svo hægt verði að nýta enn meiri græna orku á staðnum.