28. september 2023

Fyrstu heimilin tengd á 10x vettvang Mílu

Tilbúin fyrir framtíðina

10x hraðari nettengingar til heimila eru loks orðnar að veruleika. Í dag og á morgun eru fjarskiptafélögin sem eru viðskiptavinir Mílu, að tengja fyrstu heimilin 10x vettvangi Mílu. 

10x hraðari nettengingar heimila eru loks orðnar að veruleika. Í dag og á morgun eru fjarskiptafélögin sem eru viðskiptavinir Mílu, að tengja fyrstu heimilin 10x vettvangi Mílu sem veitir allt að tífalt hraðari internettengingu. Þar með eru öll heimili á höfuðborgarsvæðinu tengd ljósleiðara Mílu komin með möguleika á að uppfæra nethraðann í 2,5 gígabita hraða á sekúndu og nú þegar eru 10 gígabitar á sekúndu í boði á völdum svæðum. Þeim svæðum mun svo fjölga jafnt og þétt næstu mánuði, eftir því sem öflugra burðarnet verður byggt upp.

 Fyrsti notandinn á 10x vettvangi Mílu

 Fyrsti notandinn á 10x vettvangi Mílu

Með 10x vettvanginum hefur Míla tekið stórt skref inn í framtíðina. Þörf fyrir meiri hraða er nú þegar til staðar. Nettengdum tækjum fjölgar ört á heimilum, tölvuleikir taka sífellt meiri bandbreidd, gervigreind og sýndarveruleiki eru að ryðja sér til rúms. Allt kallar þetta á aukna bandbreidd. Næsta kynslóð þráðlausra neta WiFi-7, sem hefur margfalt meiri afkastagetu og þarf margfalt meiri bandbreidd en fyrri kynslóð, kemur á markað á næstu misserum. Með uppbyggingu á burðarneti Mílu er hægt að veita æ fleiri heimilum og fyrirtækjum tífalt hraðari nettengingar þannig að þau séu tilbúin fyrir framtíðina.