13. júlí 2023

Farsímasendir nær gosstöðvunum

Farsímasamband bætt í námunda við gosstöðvarnar með farsímasendi á Núpshlíðarhálsi. Verkefnið var unnið í samvinnu við öll fjarskiptafélögin sem reka farsímaþjónustu. Tryggir enn betur öryggi á svæðinu.

Við fórum í dag og settum upp farsímasendi á Núpshlíðarháls, til að koma gæða farsímasambandi inn á gosstöðvarnar og tryggja enn betur öryggi allra sem ferðast um svæðið. Verkefnið var unnið í samvinnu við Neyðarlínuna og öll fjarskiptafélögin sem reka farsímaþjónustu og geta þau nú öll nýtt sendinn til að veita sínum viðskiptavinum hágæða farsímasamband í kringum gossvæðið. Við sáum um að koma með farsímasendinn og tenginguna fyrir hann, en Neyðarlínan sá um uppsetningu á rafstöð til að keyra sendinn.