10. desember 2021

105 þúsund ljósleiðaratengingar

Míla hefur tengt yfir 105 þúsund heimili, fyrirtæki og stofnanir um land allt sem geta nú pantað þjónustu um ljósleiðara Mílu. 

Síðustu ár höfum við unnið að ljósleiðaravæðingu heimila, fyrirtækja og stofnana um land allt. Nú höfum við náð þeim áfanga að tengja 105 þúsund ljósleiðaratengingar um allt land og þar með hafa þessi 105 þúsund staðföng möguleika á að nýta sér ljósleiðara Mílu í sinni fjarskiptaþjónustu. Allt sem þarf að gera er að hafa samband við sitt fjarskiptafélag og panta þjónustu um ljósleiðarann.

Er þitt heimili eða fyrirtæki eitt af þessum 105 þúsund tengdu rýmum? kannaðu það með því að fylla út reitina í leitarvélinni hér og þá getur þú pantað þjónustu hjá fjarskiptafélagi að eigin vali. 

 

 

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica